Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 42
376 KIRKJURITIÐ fjársjóðurinn. Þœr eru allar hver annarri ágætari og jafnt til fróðleiks, skiln- ingsauka og augnayndis. I einu orði sagt: Bókin er hinn mesti kjörgripur, sem hefir varanlegt gildi. Helzti ókosturinn sá, að verðið er nokkuð hátt að vonum (kr. 356.00). En ég mæli eindregið með því, að prestar kaupi þessa bók í bókasöfn prestakallanna, þeir, sem ekki telja sig hafa ráð á að eiga (hana sjálfir. Loks er hún vegleg vinar- og tækifærisgjöf, ef ráð eru fyrir liendi. Hún er sannast sagt margra bóka virði, — hvað þá þess, sem óþarf- ara er og ólíkt meiri munaður. — G. A. * * * Lindin. Utgefandi: Prestafélag Vestfjarða. ísafirði 1957. Mikið gleðiefni er það að sjá aftur Lindina, þetta vinsæla tímarit Vestfjarða. í henni eru margar góðar greinar, en þessir prestar skipa rit- stjóm: Séra Þorbergur Kristjánsson, séra Jón Olafsson og séra Sigurður Kristjánsson. Mesta athygli vekja eftirmælin eftir sjö látna kennimenn. Em það þessir: Dr. Sigurgeir Sigurðsson, séra Jónmundur Hal’ldórsson, séra Böðvar Bjarnason, séra R. Magnús Jónsson, séra Páll Sigurðsson, séra Óli Ketilsson og séra Einar Sturlaugsson. Ein grein er rituð af hinum síð- ast talda og tvenn Ijóð, enda var liann prýðilega ritfær maður. Yfirleitt er ritið vel skrifað og það allt mjög læsilegt. Prófarkalestri er nokkuð ábóta- vant. Með ritinu má mæla hið bezta. Það er Prestafélagi Vestfjarða til sóma. — Á. G. t ' .......... "" "i" --------------j Erlcndor fréttir j ---------------------------- Verðbólgan í Englandi hefir að dómi margra mikilhæ'fra manna þar háskaleg siðspillingaráhrif. En hér? Anglikanska kirkjan í Suður-Afríku hefir lvst því yfir, að prestar hennar æðri sem lægri muni ekki hlýðast þeim lögum, er stjómin hefir sett um það, að hvítir menn og svartir skuli ekki sækja sömu kirkju. Telja þetta að vonum brot á anda og boðskap kristinnar kenningar, og heini- færa hér ummælin: „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.