Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 14
348 KIRKJURITIÐ Miðaldakirkjan mun að ýmsu levti hafa haft á þessu allríkan skilning. En hún virðist aftur liafa verið haldin æsikenndri skelfingu gegn véla- brögðum Satans. Alls staðar þóttust menn sjá hann skjóta upp kolli og fannst sem þeir væru varla nokkurn tíma öruggir fyrir ásóknum hans. Slík múgsefjun stýrir sjaldan góðri lukku og er um margt sjúkleg. En nútímamanninum hættir aftur kannske um of við að strika út hættuna, sem stafað getur af of miklu andvaraleysi gagnvart ásókn illra skapa. Við óskum sannarlega ekki eftir neinni miðaldatúlkun á makt myrkr- anna, en verðum þó að skoða lífið út frá raunliæfum sjónarmiðum. 'Það er staðreynd, að ill öfl og fjandsamleg eru víða að verki. Kvörn eyðileggingarinnar snýst í það óendanlega, sú er malar þjóð- um og einstaklingum hrun og hamingjuleysi. Vér verðum að játa, að vér skiljum ekki til fu'lls söng þeirra noma, sem sitja við þá kvörn, né hvað kann að valda því, að hann hefir aldrei náð að hljóðna til fulls. En þrátt fyrir það er trú \'or sú, að óður kærleikans verði samt aldrei þaggaður á þessari jörð, en haldi áfram í það óendanlega að seiða fram vor, ilm og gróanda, brevta skrælnaðri auðn í iðjagrænan reit. Fyrir nokkru birtist kvæði eftir norska stórskáldið Overland um fanga- klefann, eru það minningar hans úr fangabúðum stríðsáranna. Allar eru þær hinar dapurlegustu, svo sem að líkum lætur. Kvæðið enda samt á þessum skáldlega hughreystingarorðum, þýddum i óbundið mál: En niðdimm getur nóttin aldrei orðið, hún á stjörnur og snjó. Og engill hefir lánað mér kerti sitt. Hér er fagurlega lýst því, sem er einna stórkostlegast við mannlegt líf. Það er sem sé hægt að svifta menn frelsi, varpa þeim í myrkvastofu, leggja á þá hvers konar kvaðir og þjáningar. En þrátt fyrir allt það er sem alltaf verði eitthvað eftir, sem ekki verði fjötrað. Inn um lítinn glugg, inn í dimrnan klefa fangans, megna þögular stjörnur himinsins að senda eilítið brot sinna blikandi geisla. Og hin hvíta slæða vetrarins gerir skvn þeirra örlítið bjartara. Og það má loka hverjum ljóra, slökkva hverja glætu og gera klefann að eins konar dauðs manns gröf. Samt er öll von ekki úti. Engill upphimins þekkir eng- in takmörk. Á þöndum vængjum kemur hann, nemur staðar við hlið hins harmþrungna og réttir honum lýsandi kerti hinna eilífustu drauma. Það er eitt af hinum háleitu hlutverkum kirkju Krists að greiða engl-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.