Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 45
INNLENDAR FRETTIR 379 ísleifsson, organleikari, Reykjavík og séra Sigurður Guðmundsson, Grenj- aðarstað. — Fonnaður Kirkjukórasambandsins Sigurður Birkis flutti skýrslu um liðið starfsár, gat hann þess, að tíu söngkennarar hefðu starfað á vegum sambandsins á árinu, og hefðu 56 kórar notið starfs þeirra í 61 viku. Frá stofnun sambandsins hafa kennsluvikur á vegum þess verið alls 355 vikur. — Þrjú kirkjukórasöngmót höfðu verið haldin á starfs- árinu. Voru það kórasambönd Rangárvalla-, V.-Skaftafells- og Norður- Þingeyjarprófastsdæma. En frá árinu 1946 hafa alls verið haldin 44 kirkju- kórasöngmót víðsvegar um landið. Auk þessa hafa kirkjukóramir sungið við fjölmörg tækifæri önnur en við guðsþjónustur, — á síðasta ári 96 sinnum. — Tveir kirkjukórar voru stofnaðir á árinu, og em þeir nú 187. Námskeið í orgelleik var haldið í Suður-Þingeyjarsýslu á vegum sam- bandsins, og tóku þátt í því 11 nemendur. I Söngskóla þjóðkirkjunnar lærðu 15 nemendur orgelleik. — Þegar hafa 47 kirkjukórar sótt um söng- kennslu á þessu ári, og vitað er um fleiri umsóknir, sem berast munu bráðlega. — Þá skýrði form. frá heimsókn St. Ólafs kórsins frá Minnesota, en hann hélt 3 hljómleika á vegum sambandsins í Reykjavík um páska- leytið og þótti mjög merkur tónlistarviðburður. — Þá las féhirðir reikn- Inga sambandsins fyrir síðasta ár, og vom þeir einróma samþykktir, svo °g fjárhagsáætlun þ. á. — Miklar umræður urðu um söngkennsluna, og komu fram eindregnar óskir fundarmanna um verulega liækkun ríkis- styrks til starfsseminnar vegna áskorana Uivaðanæfa af landinu um stór- aukna söngkennslu. — Stjórnin var endurkosin, en liana skipa: Sigurður Birkis, söngmálastjóri, formaður, Jón ísleifsson, organleikari, ritari, séra Jón Þorvarðsson, gjaldkeri, Jónas Tómasson, tónskáld, ísafirði, Eyþór Stefánsson, tónskáld, Sauðárkróki, Bergþór Þorsteinsson, organisti, Reyð- arfirði, Anna Eiríksdóttir, frú, Selfossi. — Mikill áhugi og einhugur ríkti á fundinum fyrir söngmálum kirkjunnar, og var stjóminni þakkað vél unnið starf á árinu. Aðalfundur Prestafélags Suðurlands var haldinn dagana 25.-26. agúst sl. Fyrri daginn messuðu margir fundargesta á flestum kirkjum í Holtsprestakalli (Rang.) og í V.-Skaftafellsprófastsdæmi. Um kvöldið flutti Bjarni Jónsson, vígslubiskup, erindi um kristni og kirkju út af upphafi Romverjabréfsins. Var gerður að því góður rómur. — Aðalumræðuefni fund- arms var um nýja starfshætti innan kirkjunnar. Framsögumaður var séra Bragi Friðriksson og ræddi hann aðallega um kristilegt starf fyrir böm °S unglinga. M. a. skýrði hann frá, að biskupinn hefir nú skipað æsku- lýðsnefnd, samkv. samþykkt síðustu svnodu. í nefndinni eiga sæti séra

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.