Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 40
Avarp Séra Hermann Leading, prófastur í Lilleström í Noregi, var meðal gesta á norræna prestafundinum í fyrra. í kvöldsamsætinu lijá K.F.U.M. flutti hann ræðu þá, er hér fer á eftir, og auðvitað á islenzku. Séra Hermann er mikill tungumálamaður, og hefir sérstakan áhuga á íslenzku. — Hanu hefir beðið mig að koma ræðunni á framfæri við Kirkjuritið sem kveðju frá sér til íslenzkra lesenda. Eg fékk tækifæri til að heimsækja séra Her- mann i vor. Hann býr örskammt frá Osló, og mun liann vafalaust taka vel hverjum íslenz.kum presti, er að garði kann að bera. Jakob Jónsson. * * * Herra biskup. — Kæru Islendingar! Eg veit ekki, hvort austanmaðurinn gæti talað til yðar á tungu hinna gömlu norrænu þjóðanna? Eg hefi lesið íslenzku eða gömlu norskuna í skólanum og seinna gamlar sögur og auk þess nokkra nútímans riiihöfunda — en kæru Is- lendingar, framburðurinn ykkar er ljómandi erfiður fyrir „frumferil" þann, sem í fyrsta skipti kemur til íslands. Hann greinir varla orðaskil, þegar þið tahð sem fljótast, og þá vefst honum tunga um hönd! Ég stóð á skipinu og sá þetta tignarlega land rísa upp úr útsjánum og þokubakkamum. Þá varð ég svo hrifinn af geðshræringu, að ég nærri því tárfeldi, og ég þuldi með sjálfum mér: Eldgamla ísafold, ástkæra fósturmold, Fjallkonan fríð! Mitt fósturland var það ekki, en draumaland mitt var það á æsku- árunum! Héma höfðu þau lifað: Helga hin fagra og Gunnlaugur, Egill og Snorri, og andspaanis Vestmannaeyjum mótaði fyrir Hlíðarenda! í þessu landi hafði íslandsklukkan ómað með þverrandi hljóði, og Gestur eineygði hafði farið unr sveitirnar, unz hann fann líknarbraut! Þetta land höfum vér nú séð, og vér urðum alveg forviða, þegar vér komumst í kynni við höfuðborg yðar stóra og fjölbreytta að starfi og lífi, fallega og hrífandi með gömlu götunum og nýjum hringbrautum og margs konar nútímans tækni og iðnaði.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.