Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 44
Frú Margrét Jakobsdóttir, kona séra Haralds Þórarinssonar, and- aðist í Hafnarfirði 30. júlí sl. 73 ára að aldri, góð kona og vel látin. För biskups vestur um haf. Ásmundur Guðmundsson biskup flaug \’estur um Qraf 12. ágúst og komst sama dag til Minneapolis í Minnesota. En þar var lialdið 3. mót Heimssambands Lúterstrúarmanna 15.—25. ágúst. Var fyrsta þingið baldið í Lundi 1947, en annað í Hannover 1952. Þetta þing sóttu um 700 fulltrúar yfir 50 milljón nianna frá meira en 30 þjóðlöndum. Fulltrúar íslendinga á þinginu með biskupi voru: Séra Benjamín Kristjánsson, séra Friðrik A. Fxiðriksson prófastur og séra Pétur Sigurgeirsson. Á þinginu voru unnin mikil störf og merkar ályktanii samþykktar varðandi stefnu Sambandsins á komandi árum og gegn ófriði og vetnisspremgjum. Kjörorð þingsins voru þessi: Kristur frelsar og sameinar, og stóðu þau letruð stórum stöfum innst á gafli fundar- salarins, á þremur tungumálum. Við morgunbænir einn daginn hljómaði einnig íslenzka i fundarsalnmn, sem rúmaði margar þúsundir. Forseti Heimssambandsins næstu fimm árin var kjörinn dr. Franklin C'lark Fry, yfirmaður sameinuðu lútersku kirkjunnar í Vesturheimi, dugmikill af- bragðsmaður. En dr. Hans Lilje, biskup í Hannover, Iét af forsetastörfum. Þinginu lauk með guðsþjónustu undir beru lofti, og tóku þátt í henni um 100000 manns. — Eftir þingið fóru íslenzku fulltrúamir og frú Gertmd Friðriksson og frú Sólveig Ásgeirsdóttir með biskupi til Norður-Dakota qg Manitoba. Voru lialdnar guðsþjónustur að Garðar og Mountain. Einnig prédikaði biskup á þreniur stöðum í Winnipeg og á Elliheimilunum að Borg á Moutain og Betel á Garði. Er nú verið að stækka Betel að mikl- um mun og endurbæta, svo að til fyrinnyndar er. Viðtökur Vestur-fs- lendinga voru frábærar á allan hátt. Vom biskupi og förunalitum hans haldin vegleg samsæti og þeim fagnað hið bezta. — Þing M.R.A. á Mackinaceyju í Michiganvatni bauð biskupi til sín, og dva'ldist hann þar ásamt séra Pétri og frú hans í 2 daga. — í næsta hefti Kirkjuritsins mun sagt nánar frá kirkjuþinginu og ef til vill fleiru úr þessari för. Aðalfundur Kirkjukórasambands íslands var haldinn sunnudaginn 23. júní á heimili söngmálastjóra þjóðkirkjunnar Sigurðar Birkis, Barmaihlíð 45. — Mættir voru fulltrúar 16 kirkjukórasambanda víðsvegar af landinu. Fundarstjóri var Óskar Jónsson, Vík í Mýrdal, og fundarritarar þeir Jón

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.