Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 43
ERLENDAR FRETTIR 377 Armand de Mendieta. dr. frá háskólanum í Louvain og sagður einn af lærðustu prestum rómversk-kaþólsku kirkjunnar og Benediktsmunkur í 22 ár; Ihefir gengið í anglikönsku kirkjuna. Kveður hann megin orsökina þá, að augu sín hafi opnazt fvrir því, að páfinn væri með órétti talinn óskeikull og Maríudýrkunin óhæfileg rneðal kaþólskra. Hann mun senn fá prestsstarf innan ensku kirkjunnar. Dr. John Morgan erkibiskup í Wales dó i júní sl. Eftirmaður hans er enn ókosinn. Dr. W. J. Hughes biskup í Matabelelandi í Suður-Afríku hefir ver- ið kjörinn erkibiskup anglikönsku kirkjunnar í Mið-Afríku. Douglas Horton prestur og kennari við guðfræðiskólann í Harvard Massachusetts í Ameríku, liefir verið kjörinn formaður Trúar- og reglu- nefndar (Faith and Order Commission) Alkirkjuráðsins. Fráfarandi for- maður var Yngve T. Brilioth erkibiskup Svia. Varaformaður er Lesslie Newbligin biskup á Suður-Indlandi. Síðasta andtrúarsafnið, sem enn er við líði í Rússlandi, — af 80 fyrrum — kvað vera í Kasankirkjunni í Leningrad. Kirkju þessari var full- lokið á fyrstu tugum 19. aldar. Hét húsameistarinn, sem teiknaði hana, Veronin, og var ætlun ihans, að hún vrði enn dýrlegri en Skt. Péturs- kirkjan í Róm, einkum að marmaraskreytingu. — Annars er nú talið, að friður ríki milli orþódoxu kirkjunnar og ráðstjórnarinnar. heoklitos, höfuðbiskup í Patras, hefir verið kjörinn erkibiskup í Aþenu og yfirbiskup Grikkja. Dr. Maclnnes settist 30. ágúst sl. að stóli, sem f\'rsti erkibiskup fmglikönsku kirkjunnar í Jerúsalem. Enskur leynilögreglumaður, Derrick Danvers, Ciefir nýlega hafið guðfræðinám og hyggst gerast prestur, þar sem hann telur, að liann fái helzt á þann veg hjálpað þeim, er séu á villigötum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.