Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 46
380 KIRKJURITIÐ Bragi Friðriksson, form., séra Árelius Níelsson, séra Erlendur Sigmunds- son, séra Jón Kr. Isfeld, séra Jón Þorvarðsson, séra Magnús Runólfsson, og séra Pétur Sigurgeirsson.. — Fundarmenn mættu hvarvetna góðum viðtökum á kirkjustöðum og eins í Vík. Stjóm félagsins skipa: Séra Sigurð- ur Pálsson, form., séra Garðar Svavarsson og séra Sveinn Ogmundsson. Aðalfundur Prestafélags hins forna Hólastiftis var lialdinn á Blönduósi sunnudaginn 25. ágúst sl. Hófst fundurinn í Blönduósskirkju kl. 5 síðdegis, er prestar söfnuðust þar saman, eftir að hafa messað í 7 kirkjum héraðsins, tveir á hverjum stað. Fundinum lauk í Kvennaskól- anum um miðnætti. 20 prestar sátu fundinn. — Á fundinum var rætt um skipun biskupsembætta, kirkjuþing og 60 ára afmteli félagsins. Um skipun biskupsembætta hafði framsögu sr. Sigurður Stefánsson prófastur á Möðruvöllum. Fundurinn skoraði á Alþingi „að setja sem fyrst ný lög um skipun biskupsembætta hér á landi, þar sem ákveðið verði, að bisk- upar séu a. m. k. tveir og sitji annar þeirra í Norðurlandi og beri titil- inn Hólabiskup“. — Um kirkjuþing hafði framsögu sr. Þorsteinn B. Gísla- son prófastur í Steinnesi. Lýsti fundurinn ánægju sinni yfir hinum nýju lögum um kirkjuþing og vottaði þakkir þeim, sem unnið hafa að frarn- gangi málsins. — Um 60 ára afmæli félagsins hafði framsögu sr. Helgi Konráðsson prófastur á Sauðárkróki. Samþykkti fundurinn að minnast þess með útgáfu minningarrits og fleiru. Prestafélag hins foma Hóla- stiftis var stofnað á Sauðárkróki 8. júní 1898, og er þvi elzta starfandi prestafélag landsins. — Fundurinn kaus sr. Friðrik J. Rafnar vígslubiskup heiðursforseta félagsins, en stjóm þess skipa: Sr. Sigurður Stefánsson, formaður, sr. Helgi Konráðsson, ritari, sr. Þorsteinn B. Gíslason, féhirðir, sr. Friðrik A Friðriksson og sr. Páll Þorleifsson. Kristniboðsvígsla í Vatnaskógi. Síðustu helgi júnímánaðar fór fram kristniboðsvigsla í Vatnaskógi. Var hún framkvæmd af séra Sigur- jóni Þ. Árnasyni, presti i Hallgrímskirkju í Reykjavík. Vígsluþegar voru hjónin Margrét Hróbjartsdóttir og Benedikt Jasonarson, er fara sem kristni- boðar til Konsó í Eþíópíu. En eins og kunnugt er, hafa þar starfað undan- farin ár hjónin Kristín Guðleifsdóttir og Felix Ólafsson, og auk þess hjúkrunarkonan Ingunn Gísladóttir. — Munu Felix og kona lians koina heim í leyfi á næsta ári, og þurfa þvi Benedikt og Margrét að vera orð- in kunnug starfinu. — Kristniboðsstarfið í Konsó hefir gengið vel og áiang- ur farinn að sjást. Er það mikið gleði- og þakkarefni öllum íslenzkum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.