Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 10
344 KIRK JURITIÐ gátu þá skotið upp kolli hinar sundnrleitustu hugmyndir um þessa hluti. Ireneus flytur t. d. þá einkennilegu kenning, að dauði Krists sé lausn- argjald greitt djöflinum. Origenes taldi, að Guði hefði tekizt um stund að leika á hinn illa, en sá hængur var á, að brátt gæti hann náð sér betur á strik. A miðöldum var trú á tilveru illra anda undir forystu Satans nijög útbreidd, og gerast mótmælendur arftakar þeirra skoðana með Lúter í fararbroddi. Hið ríkjandi sjónannið, þegar hér er komið sögu, er, að djöfullinn sé engill fallinn af himnurn, sem gert hafi uppreisn gegn skapara sínum. Hann og útsendarar híms valdi síðan öllu Jr\í, sem illt sé í heiminum. Nýtt og dálítið óvænt sjónarmið kom að vísu einnig fram á miðöld- um í umróti því, sem mótmælendur höfðu valdið. I smábæ einum Jrýzkum í kringum aldamótin 1600 sat í Irerbergis- kytru maður einn, sem bætti og smíðaði skó. Alur og nál tifuðu i fim- um höndum hans. En í fjarrænum augunr var sem við og við brygði leiftrum annarlegra sýna. Loks var svo kornið, að skósmiðurinn varpar með öllu burt svuntu og leist, en dulvitringurinn Jakob Böhme haslar sér völl sem rithöfundur og eignast ódauðlegt nafn í sögunni. Hann kveður niðurstöður sínar og hugmyndir komnar beina leið frá Guði sjálfum. Hann lyfti upp fyrir sér tjaldi, og þar að baki sjái hann inn í leyndardóm alls. Sér gefi sýn inn í eðli allra hluta, Jrar sem andstæðurnar falla í faðma, harkan og mýktin, strangleikinn og mildin, ástin og sorgin, himnaríki og helvíti. Um Jietta allt fer hann mörgum og fjálgum orðum. Um Iiið illa segir hann: „A ekki allt ]>að raunverulega uppruna sinn að rekja til sjálfs Guðs? Hlýtur þá ekki Guð að vera lika hið illa, vera sjálf syndin?" Enginn hafði áður vogað að setja fram jafn óvænta og ógnþrungna skoðun um þetta efni. (Sbr. Mila Radacovic: Religiöse Strömungen.) Hér er í raun og veru einhyggjan rakin til hins ýtrasta, unz luin end- ar í hinum mestu ógöngum. Benda má á í þessu sambandi, að Einar H. Kvaran rithöf., sem um skeið liafði rnjög mikil áhrif á íslenzkt trúar- og kirkjulíf, kemst að svipaðri niðurstöðu á einum stað í verkum sínum, er það í æfintýrinu í Gulli. Æfintýri Jretta segir sr. Þorvaldur, frjálslyndur fríkirkjuprestuT, til huggunnar konu, sem ratað hefir í Jrungar raunir og á við hugarstríð

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.