Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 49
INNLENDAB FRETTIR 383 og séra Magnús Guðmundsson, Setbergi, um 53. kap. Jesaja. Hugleið- ingar fluttu, cand. theol. Gunnar Sigurjónsson, Rvík, séra Arngrímur Jónsson, Odda, séra Garðar Svavarsson, Rvík, og cand. theol. Benedikt Arnkelsson, Rvik. Umræður voru í sambandi við erindi og biblíulestur. Þetta er í annað skipti, sem Samtök játningartrúrra presta efna til slíkr- ar samveru fyrir meðlimi sina. Séra Jón Skagan æviskrárritari varð sextugur 3. ágúst. -> Jón H. Þorbergsson stórbóndi á Laxamýri varð 70 ára 31. jú'lí sl. Hann hefir langa ævi verið mikill áhugamaður um kristindómsmál og öflugur stuðnings- maður kirkjunnar, enda gengt trúnaðar- stöðum í þágu hennar. Prestaöldungurinn séra Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi í Dýrafirði varð 95 ara 27. sept. Hann er em og við góða heilsu. I Skálholti. Svo nefnist ljóðaflokkur eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi, sem birtist í síðasta befti Eimreiðarinnar. Vel kveðinn og athyglis- verðtir. Sunnudaginn 11. ágúst sl. var minnzt 50 ára vígsluafmælis Stóra- Laugardalskirkju í Tálknafirði með hátiðamessu i kirkjunni að viðstöddu miklu fjölmenni. Prófasturinn, séra Jpn Kr. ísfeld, prédikaði, og sóknar- presturinn, séra Tómas Guðmundsson, minntist sögu kirkjunnar. Fyrir ultari þjónuðu þeir séra Grímur Grímsson Sauðlauksdal og séra Kári Valsson, Rafnseyri. — Að messu lokinni bauð sóknarnefndin kirkjugestum td kaffisamsætis í Stóra-Laugardal, og stjórnaði fomiaður sóknarnefndar, Guðlaugur Guðmundsson bóndi Stóra-Laugardal, samsætinu. — Kirkjan er ur timbri, plankabyggð, og kom efnið í hana að mestu tilsniðið frá Noregi. Var hún byggð 1906, en vígð 3. febrúar 1907 af þáverandi sóknarpresti séra Magnúsi Þorsteinssyni. Kirkjan var áður bændakirkja, en varð eign safnaðarins 1916. Er hún mjög vönduð að allri gerð og fagurt guðshús. Síðastliðið vor var hún máluð innan og er nú í hinu prýðilegasta standi. - T. G.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.