Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 5
KIRKJURITIÐ 243 Bænina tel ég kristnum mönnum eðlilega og sjálfsagða. Þeir, sem eru henni fráhverfir, munu tæplega geta talizt kristnir menn. En líklega er reynslan sú, að hún er tiltækust, þegar sorgir og andstreymi ber að höndum. Er það og sönnun þess, að undir niðri er þá helzt talið athvarfs að leita hjá hinum æðstu máttarvöldum, þegar augljóst er, að veraldar- gæðin eru lítils virði. HvaS virðist þér um þá kirkjulegu löggjöf, sem sett hefir veriS á þingmannstíÖ þinni? Ég hefi ekki mikla trú á því, að trúmálin hafi mikið hald í löggjöfinni. Þó er víst, að löggjöfin getur verið eyðileggj- andi og uppörvandi fyrir kirkjulega starfsemi. Einu sinni á minni þingmannsævi urðu veruleg átök út af kirkjulegri lög- gjöf. Það var á Alþingi 1935, þegar þáverandi ríkisstjórn lagði til að fækka prestum um nálega helming. Munaði litlu, að það næði fram að ganga, en varð þó ekki. — Hitt var sam- þykkt gegn vilja minum og fleiri manna, nú fyrir fáum ár- um, að heimila skiptingu prestsetranna, án samþykkis hlut- aðeigandi prests eða annarra kirkjulegra yfirmanna. Þetta hef- ir þó, sem betur fer, lítið komið til framkvæmda. Ekki hefi ég mikla trú á það sem þýðingarmikið mál fyrir trúarbrögðin í landinu að fjölga biskupum. Tel nægilegt að hafa einn biskup. Hefir viShorf þingsins breytzt til kirkju og kristindóms síS- ustu áratugina almennt talaS? Því er örðugt að svara, þvi að um ekkert þing núverandi eða fyrrverandi er hægt að tala sem eina heild í trúarefnum. Ég held þó, að fækkun presta, til mikilla muna, hefði ekki eins mikið fylgi á Alþingi nú eins og 1935. Líka er þess að geta, að varla mundi nokkur alþingismaður leyfa sér það nú, að flytja um það tillögu, að leggja niður biskupsembættið. Það var þó lagt til fyrr á árum. Finnst þér verksviS og vandi sveitaprestanna ekki sams kon- ur nú og áSur? Vissulega er verksvið sveitaprestanna svipað nú sem fyrr, °g vandinn engu minni. Aðstaða þeirra er að því leyti betri,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.