Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 9
KIRKJURITIÐ 247 ur hans höfðu troðið. Og hvert, sem litið var, blasti við sjónum ferill hans, sögusviðið um líf hans, hins augljósasta og dularfyllsta af ölluin þeim, sem gengið hafa fótum um þessa jörð. II. Ég kom til Kapernaum frá Nazaret, og leið mín lá um Kana, norður þaðan til Tiberias á sunnanverðri vesturströnd Galileuvatns og norður Rieð vatninu vestanverðu til Kapernaum. Ég er mjög þakklátur fyrir, að Rtig bar einmitt þannig að. Það opnaði mér nýjan skilning á Guðspjöll- unum, sem ég er hræddur um að ég hefði aldrei öðlazt, þótt ég hefði lesið þau ennþá einu sinni heima á skrifstofu minni, jafnvel ekki, ef ég hefði komið norðan að. Nazaret stendur utan í og uppi á háum ási, og með sérkennilegum hætti er þessi ás merkilegur skilveggur. Það er ekki nóg með það, að hann skipti Landinu helga í tvennt landfræðilega og sögulega. Hann er skil- veggur milli Gamla og Nýja testamentisins, reistur þarna af skapandi hendi Guðs til þess að þjóna þessu hlutverki. Og þarna elst Jesús upp. Til suðurs liggur sviðið, þar sem saga feðranna lifir, þar sem sáttmálinn var gerður og boðskapur spámannanna hljómaði. Til norðurs annað svið fjöl- breytilegra og margbrotnara, svið þjóðablöndunarinnar, málablöndunar- innar, hinnar sístreymandi umferðar, hins lifandi róts á högum og hug- um mannanna — hans eigið starfssvið. Það var ógleymanleg stund að nema staðar á þessum fjallahálsi. Fram- undan breiðist hin mikla Esdralonslétta, unz blánandi hálsar Samaríu taka við. Yfir henni tindrar skært ljós sólarinnar, en þrátt fyrir undursamlega kyrrð þessa haustdags, er eins og í fjöllunum umhverfis þessa sléttu duni ennþá gnýrinn af þúsund ára gömlu vopnabraki og bergmál af gjallandi herópum. Yfir þessa sléttu hafa Egyptalandsmenn, Assyringar og Babý- loniumenn geisað í hervögnum sínum. Við rætur Tabors, sem ris þarna i austri, hafði Barak brotið niður her Kanaanita og hrakið Sísera með niu hundruð hervagna niður í Kísonlæk. Af þessari frjósömu sléttu hrakti Gideon Midianíta með sverði sinu. Austur yfir ásana á hægri hönd mér reikaði Sál hugsjúkur í myrkri næturinnar til þess að leita sér frétta hjá spákonunni í Endor, og næsta dag einmitt þarna, sem Gilbóafjall ber við himinrönd, sá hann her sinum tvístrað og syni sina fallna og lét fallast á sverð sitt. Ég sé í huganum, hvernig æðandi hraðboði þeysir yfir slétt- una á fund Daviðs. örlagastund hins herkæna ljóðsnillings með hörpuna er runnin upp. Og þarna suður á milli hinna brúnu ása Samaríu ólst hann upp, spá-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.