Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 29
Þjóðmenning og horfur. Öll menning á sér upphaf, er vaxin upp af einhverjum rótum. Talað er um þrjár rætur vorrar vestrænu menningar, forngríska, rómverska og kristilega. Hin forngríska menning er móðir frelsisins, merkilegrar heimspeki og fagurra lista. Rómversk menning er talin móðir réttar og réttarfars, en þar er einnig að finna orðsins list. Þessar tvær greinar eru svo- nefnd klassísk, sígild menning. Með kristindóminum, sem leggur áherzlu á eilíft gildi og örlög mannssálarinnar, hvers einstaks, kemur kenningin og boðorðið um kærleikann og bræðralagið, og hann sameinar einnig í sér frelsið og réttlætið. Manngildishugsjón hans og siðaboð eru viðurkennd af öllum, hvað sem trú þeirra annars líður. Á vorri öld þekkingar og tækni, þar sem efnið og efnisgæð- in eru vegsömuð og enda skipað í öndvegi, hættir mönnum til að gleyma þeim andlegu verðmætum, sem ekki eru jafn- framt undirstaða tækni og efnislegra framfara. En það eru þó þau andlegu verðmæti, sem að miklu leyti eru undirstaða vorrar kristnu, vestrænu menningar. 1 menningu vorri hafa verið uppi margar stefnum á ýms- um öldum. Með stefnu er hér átt við skoðanir og dóma ákveð- inna manna, sem hafa látið mikið að sér kveða, og fylgis- manna þeirra, skoðanir og dóma um ákveðin efni á hinum andlegu sviðum, og störf þeirra, sem síðan hafa mótað skoð- anir og störf annarra. Það hafa verið uppi stefnur í heimspeki, þjóðmálum, listum, bókmenntum, þekkingarleit, læknisfræði, trú og siðgæði. Þessar stefnur hafa verið misjafnar að efni og gildi og misjafnlega langlífar. Þeim svipar að sumu leyti til tízkunnar, sem að sínu leyti er venjulega til orðin á svipaðan hátt. Stefnurnar hafa meiri og minni áhrif á allt líf þjóðanna

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.