Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 21
KIRKJURITIÐ 259 Skammvinna ævi, þú verst í vök, þitt verðmæti gegnum lífið er fórnin. En til þess veit eilífðin alein rök. Vér getum ekki hafnað allri fórn Krists aðeins á þeirri for- sendu, að vér skiljum hana ekki. Vér skiljum langfæst af því, sem vér vitum og efum ekki, og hitt er samt óefað mest og flest, sem vér vitum enn ekki, né hefðum nú nokkurt færi á að skilja. Ég vil undirstrika það, sem segir í bréfinu um kverlærdóm- inn. Það þarf á ný að krefjast þess strangar en gert hefir ver- ið um skeið, að öll börn, sem um það eru fær, læri ritningar- greinar undir fermingu. Það er ómetanlegt veganesti. Enn er það umhugsunarvert, sem segir um trúaráhugann. Sennilega er það næsta almennt, að trúmálin séu mönnum ríkust í huga í æsku og síðan, þegar ævidegi þeirra tekur að halla. Sumarannir og skemmtanir mannlífsins eru svo mikl- ar. Oft næsta lítill tími á því skeiði til umhugsunar nema um augnablikið. Samt ættu börnin, beint og óbeint, að vekja upp spurninguna um tilgang lífsins í hugum foreldranna. Og fyr- irbæn fyrir þeim. Svo margt getur þó hent þau, sem enginn getur séð fyrir, né neinn mannlegur máttur virðist geta ráðið við, hvort heldur til gráts eða gleði, auðnu eða oláns. Ef til vill finnst oss það einhvern tíma einna ófyrirgefanlegast af °ss, hvað vér þóttumst hneyksluð og hnuggin yfir gönuskeið- um æskunnar, en vanræktum, bæði með orðum og athöfnum, að koma henni á spor þeirra góðu manna, sem ganga Guðs vegu. A förnum vegi. Eitt blíðviðriskvöldið reikaði ég niður að höfninni. Á einm kvyggjunni rakst ég á mann, sem ég bar ekki kennsl á, en ég spurði hann um skip, sem lá þar við festar. Hann kvað það enskt stríðsskip. Síðan hóf hann máls á því, hve miklu þjóð- irnar, einkum þær stærstu, kostuðu til vígbúnaðar og mann- drapa. Honum fannst það ægilegt og lýsa óskaplegum mis-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.