Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 4
242 KIRKJURITIÐ dómsins og einlæg í trú sinni. Efasemdir um undirstöðuatriði trúarbragðanna voru þeim fjarlægar. Þau voru sannfærð um, að hagur lífsins byggðist á æðri stjóm, og innrættu bömum sínum og heimafólki það, að fylgja boðum og kenningum kirkjunnar. HöfSu húslestrarnir nokkurt gildi fyrir þigp Húslestrar vora um hönd hafðir á mínu heimili alla daga að vetrinum og alla helga daga að sumrinu. Kann þó að hafa frá þessu brugðið þá helgidaga, sem húsbændur og flest heimafólk fór til kirkju. Ég og mín systkini hlýddum með áhuga á húslesturinn oftast nær. Mest þótti mér varið í ræð- ur séra Páls Sigurðssonar. Rökfestan og málsnilldin var þar mest. Gekkstu lengi til spurninga, og varS fermingarathöfnin þér minnisstceÖ? Ég gekk til spurninga síðari hluta vetrar í f jóra vetur. Ferm- ingin var mér helg athöfn. Minn sóknarprestur, séra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu, var elskaður og virtur af sínu sóknar- fólki. Hann var glæsimenni í útliti og framkomu. Áhuga- samur um alla menntun og einlægur í trú sinni. Kirkjusókn hjá honum var í bezta lagi og frábær gestrisni á báðum kirkju- stöðum, Svínavatni og Auðkúlu. Presturinn var andlegur leið- togi sinna safnaða. Hefir áhugi þinn í trúarlegum efnum vaxiÖ eÖa þorriÖ um œvina? Því er nokkuð örðugt að svara ákveðið, því að aðstaða barn- æsku og fullorðinsára er nokkuð ólík hjá mér sem öðrum. Hitt get ég sagt, að ég hefi eigi orðið fyrir neinum áföllum í trúar- efnum, þannig, að mín barnatrú hafi fokið út í buskann með nýjum viðfangsefnum og veraldarvési. Bendir reynsla þín til þess, aÖ œÖri máttarvöld séu til og hafi hönd í bagga meÖ oss mönnunum? Ég hefi aldrei efazt um, að svo er. Hefi lika sannfærzt um það með draumum og annarri reynslu. 1 ræðu og riti og ljóð- um hefi ég aldrei dregið dul á skoðun mína í þeim efnum. Telur þú bænina mikilsverÖa?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.