Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 38

Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 38
276 KIRKJURITIÐ Dæmi slíkra leika eru „Morðið í dómkirkjunni“ eftir hið viðkunna, brezka skáld T. S. Eliot. Fjallar það um dauða hiskups nokkurs, sem kemst í and- stöðu við konungsvaldið og er myrtur í dómkirkjunni. Leikurinn er byggð- ur upp líkt og forngrískir leikir. Hann er í ljóðum, og talkór flytur þær hendingar, er sérstaklega gefa til kynna skoðanir hins kristna safnaðar. „Morðið i dómkirkjunni" hefir meðal annars verið leikið í einni af aðal- kirkjum Árósa-borgar. -— Annar leikur af þessari tegund, sem einnig hefir hlotið mikla frægð, er „Svefn fanganna" eftir Christofer Fry. Hann fjallar um stríðsfanga, sem hafðir eru í haldi í gamalli kirkju og leggjast til svefns inni í kómum. Leikurinn skiptist milli vöku og draums, en í svefninum breytast mennimir í þekktar persónur úr Biblíunni. — Báðir þessir leikir teljast bókmenntalegt snilldarverk. IV. Svo er til ætlazt, að helgileikir í kirkjum séu guSsþjónusta, en ekki skemmtun. Má líkja þeim við kirkjuhljómleika, sem einnig em hugsaðir sem tilbeiðsla með hljómlist. En guðsþjónustan (messan) felur í sér tvö ólik tilbeiðsluform, ef svo má að orði kveða. Annars vegar er prédikun orSsins, hins vegar helgir siSir (ritual). Tilgangur prédikunarinnar er sá, að boða fagnaðarerindið, skýra innihalld þess fyrir söfnuðinum og „skila* því frá Drottni til mannanna, er þeir þurfa frá honum að „heyra“. Kristin prédikun er ekki fyrirlestur um löngu liðna atburði, heldur „guðsorð“ til þeirra, sem þá og þar eru saman komnir, hvort sem þeir em í kirkju, samkomusal eða í heimahúsum. 1 orði sínu er Kristur nálægur söfnuð- inum sem lifandi andi, og á erindi við mennina — söfnuðinn. Grundvöllur prédikunarinnar er heilög ritning. Margir helgileikir eru hugsaðir fyrst og fremst sem prédikun eða árétt- ing hennar. Gott dæmi um slíkan helgileik er „Glataði sonurinn", en sa leikur er nær eingöngu saman settur af ritningargreinum, sem lagðar eru persónum leiksins í munn. Höfundur hans er Hermann Greid, austur- rískur leikstjóri, sem gerzt hefir sænskur rikisborgari. Hann hefir nu i mörg ár unnið að helgileikum á vegum félags, er nefnist „Föreningen för kyrklig dramatik“. Greid starfar eingöngu með áhugaleikurum, og fékk ég einu sinni að kynnast starfsháttum hans á leikstjóranámskeiði, er haldið var í stiftsgarðinum Graninge, skammt frá Stokkhólmi. „Týndi sonurinn" byrjar og endar á því, að prestur í prédikunarstóli flytur ritningargreinar, og er prédikunin þannig eins konar rammi um leikinn, sem byggður er á sögunni um týnda soninn. Leikurinn er ekki realistiskur, heldur stiliseraður, einfaldur að allri gerð. Hann er gott

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.