Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 30
268
KIRKJURITIÐ
á hverjum tíma. Þær stefnur, sem varða siðgæði þjóðar, sem
hafa áhrif á siðgæðisgrundvöll og siðgæðisþroska hennar, vega
mest. Þær valda mestu um líf hennar, starf og farsæld. Þess-
ar stefnur hafa verið breytilegar og meira að segja beinzt í all-
ólíkar áttir. Vér þekkjum ýmsar þeirra. Vér þekkjum stefnu
kristindóms í trú og breytni, og stefnu, sem snýr frá honum.
Vér þekkjum þá stefnu, sem leggur áherzlu á fornar dyggðir,
sem svo hafa stundum verið nefndar, svo sem trúmennsku,
áreiðanleik, starfsemi, hófsemi, reglusemi og sjálfsafneitun,
og stefnu, sem aftur á móti ástundar lífsnautnir, kröfur á
hendur öðrum og hóglífi. Vér þekkjum stefnu þjóðhollustu og
ættjarðarástar og stefnu alþjóðaborgaranna, sem neita gildi
hins þjóðlega. Vér þekkjum þá stefnu, sem heldur fram bind-
indi og traustleik í ástamálum og helgi hjúskaparins, og á hinn
bóginn stefnu hinna svo nefndu frjálsu ásta og lauslegu sam-
búðar, þar sem samningur til skamms tíma kemur í stað hjóna-
bands, stefnu lausungar og sjálfræðis í kynferðismálum og
nautnum. Vér sjáum mismunandi stefnur í bókmenntum og
listum, sem hafa fætt og alið ýmist fagrar og göfgandi bók-
menntir og listir, eða á hinn bóginn listir, sem fáir virðast
skilja nema höfundarnir, og bókmenntir, sem skortir siðgæði-
leg sjónarmið og göfgi, þótt þær geti verið haglega gjörðar,
en eru þó stundum með þeim svip, að segja má um þær
eins og skáldið sagði forðum: „Hver skilur heimskuþvætting
þinn, þú ekki sjálfur, leiruxinn.“ Stefnurnar hafa barizt um
völdin gegn um aldirnar. Það hefir verið barátta milli
holdsins og andans, milli dýrsins og mannsins í þjóðarsálinni.
Ýmsum hefir veitt betur á ýmsum tímum. Þeir sigrar og
ósigrar hafa komið fram i öllu þjóðlífinu. Þau tímabil, þegar
holdið og dýrið í manninum höfðu yfirhöndina, hafa verið
hnignunartímabil í lífi þjóðanna. Það er eðlilegt og að von-
um, því að hin dýru andlegu verðmætin, sem vér nefnum einu
nafni manndyggðir, eru undirstaðan undir þjóðargöfgi og þjóð-
arfarsæld. Afleiðingar hnignunarinnar koma þó ekki í ljós
þegar í stað. Um tima virðist allt leika í lyndi. Auður safn-
ast og margs konar þessa heims gæði. En eitt sinn kemur að