Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 15
KIRKJURITIÐ 253 !St yfir mig eins og hjálmur, þokast nær mér, umlykur mig, unz hann stendur múrfastur í þessum veggjum og súlum umhverfis mig. Orðin, sem Duesund er að lesa, dvina fyrir skynjun minni, líða eins og deyjandi herg- mál inn í óumræðilega kyrrð, en atburðirnir sjálfir taka á sig svip gríp- andi veruleika og líða sjálfir fyrir sjónir. . . . VI. Og þegar í stað gekk Jesú á hvíldardeginum inn í samkunduhús þeirra. Efalaust hafa þeir verið þar líka hinir fjórir, sem hann hefir nýlega kall- að til fylgdar við sig, Símon og Andrés bróðir Simonar og Jakob og Jó- hannes Zebedeussynir. Stóri salurinn er fullskipaður mönnum og sálma- söngurinn dunar um hvelfingar samkunduhússins. Allt fer fram að venju. Lesarinn les af hinu helga bókfelli og samkundustjórinn spyr samkvæmt venju sinni, hvort ekki sé einhver viðstaddur, sem óski að segja eitthvað til áminningar eða fræðslu. Og þá er það að ungur maður gefur sig fram °g segir nokkur oí'ð við forstöðumanninn. Allra augu beinast að þessum t',eim. Svo stígur ungi maðurinn upp á pallinn, þar sem útleggjendur lög- málsins flytja mál sitt. Hann byrjar að tala, það verður alveg hljótt. Og þegar hann hefir talað um hrið, sitja menn grafkyrrir, eins og steini lostnir. Aldrei höfðu þeir heyrt talað svo fyrr. . . . Og þeir undruðust mjög kenn- ingar hans, því að hann kenndi eins og sá, sem vald hafði, en ekki eins og fræðimennimir. í hverri setningu, sem hann sagði, lá einhver undursamlegur myndug- leiki, eins og ekkert væri sjálfsagt og augljóst, nema einmitt þetta, sem hann var að segja. Og samt var það svo óheyrt og nýstárlegt, að þá nærri sundlaði við. IJvergi nokkurs staðar skírskotaði hann til kunnra lærifeðra, skýldi engu bak við vald og myndugleik annarra. Hvað eftir annað sagði hann þessi einföldu orð: En ég segi yður. Þeir sáu ungt, fagurt andlit hans blasa við sér, andlit æskumanns, sem ekkert embættisvald eða lær- dómsálit átti að bakhjarli, en orðin voru sögð með svo ósegjanlegum mynd- ugleika, að þau stóðu fyrir hugskotssjónum þeirra, eins og óbifanleg granít- hjörg. Hér var maður, sem fór með boðskap hins hæsta, kallari hins mikla konungs á himnum. Og boðskapurinn, sem hann hafði með að fara, var þessi: Guðs riki er nálægt. Hin blessaða, þráða tíð, þá er Guðs smurði kemur, það er hún, sem nú er að brjótast eins og árrönd af skinandi degi UPP yfir fjöllin og koma yfir lýðinn. Timinn er fullnaður og fyrirheitin skulu rætast, ríki Guðs og drottinvald innleiðast á jörð. Gjörið iðrun, sagði hann, eins og Jóhannes skírari hafði sagt. En hann minntist ekki á öxina,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.