Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 40
278 KIRKJURITIÐ skyldari eru helgisiðum og athöfnum. Sá, sem vill skilja þá tegund helgi- leika, verður að gera sér grein fyrir þvi, hvað í sjálfum helgisiðunum felst, t. d. sakramentum kirkjunnar og messusiðum. Ég tek þann kostinn að reyna að útskýra þetta út frá sjálfu altaris- sakramentinu — hinum helgasta allra kristinna „helgileika". Einhverjum kann að finnast óviðfeldið að nefna altarisgönguna helgileik, en ég geri það að yfirlögðu ráði, einmitt til að sýna í hverju hinn litúrgiski helgi- leikur er frábrugðinn venjulegum sjónleikum i leikhúsi. Hugsum oss, að þú komir inn i kirkju, þar sem verið er að taka til altaris. Hinir ytri siðir við framkvæmd athafnarinnar, messuskrúði prests- ins, fyrirkomulag útdeilingar og sitt hvað annað getur verið harla ólíkt, eftir því, hvernig helgisiðimir hafa mótazt í hverri kirkjudeild. Kjarni helgisiðanna er þó ætið sá sami. Vígður prestur þjónar við einfalda og fábrotna máltíð, sem söfnuðurinn þiggur. Gerum ráð fyrir, að þú takir þér sæti úti í kirkjunni og virðir athöfn- ina fyrir þér. Segjum, að þú gerir það út frá venjulegu sjónarmiði leik- húsgesta. Þá finnst þér sem þarna sé verið að leika — ekki realistiskt, heldur „symbolskt“ — það, sem gerðist, er Jesús Kristur neytti matar með lærisveinum sínum siðasta kvöldið, sem hann lifði á jörðinni. Trúaður maður, alinn upp við kristinn sið, litur J)ó ekki þannig á. Fyrir honum er það ekki sýning, sem hér er um að ræða, heldur virkileg endurtekning hinnar siðustu kvöldmáltíðar Drottins, framkvæmd að hans eigin skipun. Með hjálp þessarar athafnar og viðeigandi helgisiða á söfn- uðurinn að lifa sjálfur það samfélag, sem grundvallast á máltiðinni við Drottins eigið borð. Fólkið í kirkjunni er með öðrum orðum ekki áhorf- endur i leikhúsi — og ekki aðeins heyrendur orðsins í trúboðshúsi —, heldur söfnuður, sem tekur þátt í kærleiksmáltið ICrists. Þessi munur kem- ur enn glöggvar í ljós, ef vér berum nákvæmar saman framkvæmd leik- sýningar i leikhúsi og helgisiði í kirkju. Það mætti að sjálfsögðu sýna altarisgöngu á leiksviði í leikhúsi. Leikarinn þarf þar ekki að vera vigður prestur, heldur á hann að sýnast prestur. Otlit, framkoma og gervi á að minna sem mest á prest. Á leiksviðinu skiptir heldur ekki máli, hvort þeir, sem leika söfnuð, neyta nokkurs, ef þeir aðeins sýnast gera það. Leiksviðið er auðvitað heldur ekki vígð kirkja, heldur á það að hafa allt útlit kirkjunnar. Með öðrum orðum, leikhúsið notar blekkingu, illusion, til að né sem sterkustum tökum á áhorfendum úti í salnum. Altarisgangan er aftur á móti virkileiki, raunveruleiki, })ar sem engin blekking á sér stað. Náðarmeðölin eru raunverulegur matur og drykkur, og presturinn, sem J)jónar, hefir verið vigður til þess að vera staðgengill Drottins eða J)jónn,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.