Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 13

Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 13
KIRKJUIUTIÐ 251 IV. Svæðið, sem upp hefir verið grafið í Kapernaum, er allstórt. Uppgreft- mum hefir verið beint að því fyrst og fremst að hreinsa til í kringum sam- kunduhúsið og grafa rústir þess fram í dagsins ljós, til þess að unnt væri að gera sér einhverja hugmynd um menningarlega og trúarlega miðstöð borgarinnar. Og vitanlega er það fjölmargt annað, sem þarna hefir komið > ljós um borgina sjálfa og líf og hóttu borgaranna, meðal annars það, hve fjölmenn og auðug hún hefir hlotið að vera. Um það bera augljósast vitni hinar veraldlegu rústir samkunduhússins, með nærri ótrúlegum iburði og skrauti, og ýmislegt, sem fundizt hefir leifa af húsum borgaranna, súlna- brot, skrautverk og munir úr steini. Á allstóru svæði, sem ætla má, að hafi verið nokkurs konar forgarður samkunduhússins, er komið fyrir miklu af þessum munum. Þar er dálítið forngripa- og minjasafn undir berum himni, þar sem getur að líta möl- unarkvarnir með ævafornu lagi, vinpressur, vínlagarþrær, vatnsker og alls konar krukkur úr steini, til ýmissa nota. Mikið er þarna einnig af alls konar brotamunum, sem efalaust hafa sína merkilegu sögu að segja forn- fræðingum, og steinblokkir og hleðslusteinar úr húsum, sem margvislega gefa bendingar um verklag, menningarstig og skreytingarlist þeirra, sem í öndverðu fjölluðu um. Var allt þetta harla merkilegt. Þó að ég beri, því miður, allt of litið skyn á fornfræði, þá var það, sem ég sá þarna, nægilegt til þess að gerbreyta hugmyndum mínum um Kapemaum. Ég hafði alltaf gert mér í hugarlund, að þetta hefði verið fremur fómennur °g fótækur fiskimannabær, þar sem aðeins nokkur hundruð manna hefðu lifað óbrotnu náttúrulífi. Það hefir verið fjölmennur bær, með fjörugt við- skiptalif, mikill umferðarbær með rómverskri tollstöð, og engan veginn gersneyddur munaði, auði og iburði. Synagógan, samkunduhúsið i Kapernaum, hefir verið mikið hús og fag- urt, voldugt steinmusteri, sem staðið hefir á hóu þrepi eða undirstöðupalli °g borið hátt yfir borgina. Það stendur allskammt frá strönd vatnsins og líklegt, að þar hafi verið opið og friðað svæði fram af, og hefir þá þessi belgidómur blasað fagurlega við af vatninu. Veggir eru allmikið hrundir, einkum austurveggur, en norður- og vesturveggur standa að miklu leyti, °g gefa góða hugmynd um tignarlegan stil hússins og svip. Fagrar skreyt- ingar hafa verið á steinsmíði og gólfi. Steinbekkir eða þrep hafa verið meðfram veggjum, efalaust sæti, og halda þau sér vel ennþá, og innundir gafli upphækkaður pallur, þar sem lesarinn stóð, og sá, er tala vildi og utskýra lögmálið. Efalaust hefir og samkundustjórinn átt þar sæti sitt, eða rúm. Upp að samkunduhúsinu lá voldugt steinrið, sem horfði niður

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.