Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 36
274 KIRKJURITIÐ Leikhúsbókmenntir, eins og aðrar bókmenntir og listir, taka öll vanda- mál mannlegs lífs til meðferðar og sýna allar hliðar mannlegs eðlis. Það þarf því engan að undra, þótt til hafi orðið í heiminum fjöldi leikrita, sem heint og óbeint fjalla um trúar- og siðferðislíf og flytja hoðskap, sem nátengdur er boðskap kirkjunnar. íslenzkir leikritahöfundar hafa heldur ekki gengið framhjá þessum viðfangsefnum, og nægir að nefna nöfn eins og Jóhann Sigurjónsson, Indriða Einarsson, Matthías Jochumsson, Einar Kvaran og Guðmund Kamban — og Davíð Stefánsson. Ekkert islenzkt leikrit sver sig þó jafnskýrt í ætt hinna fornu kirkjuleika og „Gullna hliðið" eftir Davíð. Þar koma fram hinar fornu andstæður helgileikanna, baráttan milli Guðs og Satans, milli góðs og ills, og viðátta leiksins er ekki bundin við jarðneskan sjóndeildarhring, heldur er sjónum áhorfand- ans beint alla leið inn fyrir hlið himnaríkis. Efni leiksins er fyrst og fremst guðfræðilegt. Syndug mannssál frelsast ekki fyrir hörku lögmáls- ins, heldur fyrir þá náð, sem ekki spyr um verðskuldun og engum sleppir úr hendi sér aftur, ef hann eitt sinn er kominn inn i hennar ríki. Megin- atriði leiksins er iðrun syndarans, þegar hann loksins kynnist hinni skil- yrðislausu náð.1) Hin kirkjulega leiklist einkenndist ekki aðeins af efni sinu og boðskap, heldur og þvi formi, er hún notaði. Og svo má segja, að einmitt i seinm tíð hafi leikhúsin (eða leikskáldin) tekið að nálgast að nýju þá grund- vallarhugsun, er lá að baki leikformsins bæði í hinum forngrisku leikum, sem í eðli sinu voru helgileikir, og leikum miðaldakirkjunnar. Sænska skáldið Per Lagerquist gerir skemmtilega grein fyrir þeirri stefnubreyt- ingu í grein, er hann ritaði árið 1918 og birt er framan við síðustu útgáf" una af leikritum hans. Hann bendir á, hvernig leikendur og áhorfendur hafi verið skarplega aðgreindir í leikhúsum seinni alda. Áhorfandinn situr í sæti sinu úti í sal og horfir inn í herbergi, sem einn veggurinn er tek- inn úr, en breitt bil hefir myndazt milli leikarans og áhorfandans. En Lagerquist vitnar i orð Göthes: „Sviðið og salurinn, leikarar og áhorf- endur eru í rauninni ein heild.“ Þannig vill Lagerquist hverfa frá „natur- alismanum" í leiklistinni og innleiða meiri fjölbreytni. Gera orðið, sem talað er, að meginatriði, og gefa svigrúm fyrir meira hugarflug í svið- setningu allri og leiknum yfirleitt. — Án þess þó, að ég treysti mér til að tala um þetta sem sérfræðingur, hygg ég, að mér sé óhætt að fullyrða, að leikskáld þessarar aldar og leikarar hafi gert sér far um að mynda að nýju sterkari tengsl milli þeirra, sem eru á sviði og í sal. En þetta var J) Fleiri ísl. þjóðsögur en „Sálin hans Jóns mins“ eru leikrænn arfur.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.