Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 37
KIRKJURITIÐ 275 emmitt eitt af meginatriðum hinnar gömlu kirkjulegu leiklistar, að þar var ekki gert ráð fyrir tveim hópum, sem annar var til sýnis og hinn til að horfa á, — heldur var hér um að ræða söfnuS, sem allir heyrðu til, eins og við helgiathöfn og guðsþjónustu. Ég get um þessa þróun leik- Hstarinnar sökum þess, að ég hygg, að hún eigi sinn þátt í að búa al- Rienning undir það að skilja helgileiki kirkjunnar rétt. Kem ég nánar að þessu atriði síðar. II. Sjálfsagt er ekki mikið um það, að leikhús líti á það sem sérhlutverk sitt að þjóna málstað kristinnar kirkju. Þó eru dæmi til slíks. Til dæmis var „Die Vaganten-Búhne" í Berlín stofnað nú eftir striðið af manni einum að nafni Horst Behrend, sem byrjað hafði kristilega leikstarfsemi 1 fangabúðum og komizt að raun um, hvert gildi hún hafði þar. — Leik- húsið „Gateway Theatre" í Edinborg var lengi, og er ef til vill ennþá, eign skozku kirkjunnar. Fjöldi leikfélaga og áhugaleikflokka starfar aftur a móti á kristilegum grundvelli, ýmist með lærðum leikurum eða ólærð- um. Sumarið 1956 var haldið í Oxford allfjölmennt þing manna, sem áhuga hafa á kirkjulegri leiklist, og komu þar fulltrúar frá flestum lönd- um Evrópu og frá Norður-Ameríku. I Englandi er leikstarfsemin orðin fastur liður í starfi hinnar opinberu þjóðkirkju, anglíkönksu kirkjunnar. Félagið „Religious Drama Society" mun stofnað meðal annars fyrir for- göngu hins ágæta manns, dr. Bell, fyrrverandi biskups i Chichester. Erki- biskupinn í Kantaraborg er forseti þess, og má ekkert leikrit flytja eða sýna í enskum kirkjum, ón þess að hann viðurkenni það. I Danmörku og Sviþjóð starfa kirkjuleg leikfélög, auk þess sem fjöldi æskulýðsfélaga og sunnudagaskóla stunda leiklist með biblíulegu og kristilegu efni, bæði i kirkjum og samkomuhúsum. Vestan hafs er mikið um helgisýningar í kirkjum, aðallega í nánd við jól og póska. Hefir það einnig átt sér stað 1 islenzkum kirkjum. Svo virðist sem leiklistin eigi unnendur í flestum kirkjudeildum, og mörg dæmi eru til þess, að söfnuðir, sem annars voru í flestu ólíkir, mið- að við kennisetningar, siði og venjur, gótu sameinazt af öllu hjarta við helgileikinn. Kaþólskir og mótmælendur eiga jafnan hlut að máli. III. Kirkjuleikir eru af ýmsum gerðum. Til eru leikir, sem fjalla um efni, er hæfa myndi hvaða leikhúsi sem væri, en eru þó samdir þannig, að teir njóta sín bezt í kirkjum og eru algerlega miðaðir við það umhverfi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.