Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 22
260 KIRKJURITIÐ skilningi á tilgangi lífsins. Ég skaut því inn í, að víst væri efnishyggjan of rík, of fáir, sem leituðu skilnings á því, sem fælist að baki hlutanna. Þá kom ókunni maðurinn mér á óvart, því að hann svaraði gremjulega á þessa leið: „En við hverju öðru er að búast, þegar mönnum er bannað að leita sannleik- ans.“ Ég hváði eftir því, hvað hann ætti við, hverjir gerðu það hér á íslandi. Hann taldi sig eiga við hina andlegu leiðtoga. Sumir ömuðust við því, að menn leituðu sannana fyrir fram- haldstilveru, og aðrir mættu ekki heyra, að neinn væri ann- arrar skoðunar en þeir um trúarkenningarnar. Ég maldaði i móinn. Cvíða væri meira víðsýni eða umburðarlyndi í þess- um efnum en hérlendis. En ég gat ekki með öllu synjað fyrir það, að hann hefði nokkuð til síns máls. Ég hafði þá nýlega verið á fundi og haldið því fram, að þörf væri á að gefa út Biblíuna með stuttum, handhægum skýringum, ekki að öihi ólíkt Fornritaútgáfunni. En þetta fékk daufar undirtektir. Jafnvel þjóðkunnur maður færði fyrir það fætur á þeim grund- velli, að þetta gætu orðið óskýringar, leitt almúgann afvega i trúarefnum, ruglað hann í ríminu. Ég hugsaði til þess, er kaþólska kirkjan vantreysti svo skilningi fólksins, að hún bannaði þvi almennan Biblíulestur, og gaf Biblíuna heldur ekki út á þjóðtungunum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að menn hafa ekki ákjósan- lega aðstöðu til að lesa Biblíuna sér til fulls skilnings skýr- ingalaust. Og alls konar vitleysa er boðuð í nafni Guðs af beinum misskilningi á hinum og þessum Bitningarstöðum. Og að aldrei er oss skylt að leita sannleikans, ef ekki í trúmálum, — í því, sem vér kennum sérstaklega við Guð sannleikans. Engin kirkja á rétt til að sniðganga sannleikann í boðun sinni, né meina nokkrum safnaðarmeðlimi að leita hans eins ein- læglega og hann getur. Þótt hér gæti lítið þröngsýnis á þess- um vettvangi, er samt rétt að þessi rödd fái að heyrast. Þetta mál mannsins á götunni er ekki einstætt. Fjöldi manns tor- tryggir það hvort tveggja, að vér prestarnir og aðrir trúmenn leitum sannleikans hlífðarlaust, hvað sem upp kann að koma, og að unnt sé að öðlast áreiðanlega vissu um trúarleg efm.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.