Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 18
I PISTLAR Úr bréfi. Gáfuð og hugsandi kona skrifar mér nýlega að norðan: . . . Mér virðist það vel skiljanlegt, að fólk lesi ekki mikið það, sem skrifað er um trúmál. Allur þorri manna leitar ekki Guðs nema í þungri þraut, en nú liður flestum vel á landi hér. Flestir búa í fjölmenni, og ef sorg ber að dyrum manna, þá rjúka vinir og vandamenn upp og reyna að dreifa huga þess mótlætta og láta hann gleyma. Sumir hafa líka ýmigust á kirkjunni, ferill hennar er allt annað en flekklaus, og þótt þeir vilji gjarnan lesa um andleg mál, þá eru þeir ekkert áfjáðir í að hlusta á kirkjunnar menn. Annars er Kirkjuritið mjög að- gengilegt núna, og ef maður er ekki dauður úr þreytu, þá er bara skemmtilegt að lesa það. En það býðst svo mikið lesmál, og þeir, sem lítið hugsa, vilja bara lesa ástasögur, og þeir, sem eru mjög þreyttir, vilja bara lesa eitthvað létt. Það þarf ekki að vera af því, að fólkið eigi ekki sínar ákveðnu trúarskoðanir. Það er þó nokkuð um fólk, sem trúir því, sem því hefir verið kennt í æsku, og hugsar síðan ekki um það meira, aðrir eru alltaf að leita sannleikans og lesa allt, sem þeir ná í heim- spekilegs og trúarlegs efnis, einkum á unga aldri. Ég hefi hálf-gaman af því, hvað X . . . minn sækist í þess háttar bæk- ur; skaði, að hann lærði ekki kverið. Þótt ég treysti ekki á annað líf, vildi ég fyrir engan mun hafa farið þess á mis að læra þá ritningarstaði, sem í kverinu mínu voru. Fátt af því litla, sem ég hefi lesið og lært, kemur mér eins oft í hng og sumar ritningargreinar t. d. úr Fjallræðunni. Þó veit ég aldrei vel, hvað verið er að fara með þessu sæluboði: „Sælir eiu fá- tækir í anda“ o. s. frv. Sigurður skólameistari sagði, að enginn maður væri vel að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.