Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 10
248 KIRKJURITIÐ maðurinn með Guðs máttuga orð á tungu, Elia. Til suðvesturs sér aflíð- andi hrygg Karmelfjalls, sem hallar inn i landið, og við sjónarrönd ber ásinn, þar sem víngarður Nabots var og Isebel hin illa var etin af hund- um. Tibráin yfir Karmel tindrar í sólskininu, eins og þar fari ennþá end- urskin af þeim eldi himinsins, sem laust niður í fórnarköst Elia og brenndi hann til ösku. Hér talar hver tindur voldugu máli um mikla sögu. Á þessum hálsi hefir Jesús oft hlotið að standa i uppvexti sínum. Hann hefir þekkt Esdralonsléttuna og öll þessi fjöll, og kunnað hverja sögu, sem við þau var tengd. Hér blasti landið við honum eins og voldugt landa- bréf, þar sem lesa mátti á hverju leyti stórfenglega sögu um máttarverk Guðs. Og lengst í suðri, handan við öll þessi fjöll, var Jerúsalem og must- eri Guðs, og þjónusta sáttmálans, sem hann hafði gert við ísrael. Ef til vill hefir hann þegar í æsku fundið til þess, að þessi þjónusta var að verða óbærilegt ok, af því að í sjálfum helgidóminum sátu herskarar manna, sem bundu öðrum lítt bærar byrðar, en vildu ekki snerta við þeim sjálfir með minnsta fingri. En hér var reyndar ekki tími til langrar dvalar né rækilegra hugleið- inga. Við höldum í norður, yfir á annan háls. Einnig þar hlýtur Jesús oft að hafa staðið á æskuárum sínum. Þaðan sér norður yfir inn í aðra ver- öld, alls ólíka Júdeu. Það liggur djúp táknræn merking i þvi, þegar Jesús snýr sér fyrst um sinn með boðskap sinn til Galíleu og gerir Kapernaum að heimkynni sínu, og djúp guðleg vizka. Það táknar það, að þegar í önd- verðu snýr hann baki við Jerúsalem, en snýr máli sínu til gjörvallrar ver- aldar. Nýja testamentið hefst með fyrstu skrefunum, sem hann stigur norður yfir hálsinn í átt til Galíleuvatns. Og frá þeirri stundu er Gamla testamentinu lokið, og orð Guðs, hið spámannlega orð, opinberaðist ekki framar fyrir sunnan þennan háls. Hann er klettur í straumi aldanna, sem skilur á milli tveggja heimsskeiða. Jerúsalem, innilokuð, harðmúluð, bjóðandi og drottnandi er miðdepill og þungamiðja Gamla testamentisins. Miðdepill og þungamiðja Nýja testa- mentisins er Galílea. Á dögum Krists var hún land mikillar jíjóða- og menningarblöndunar, aljijóðleg umferðaleið. Um hana lágu hinar miklu herbrautir Rómverja og eldfornar karavanaleiðir frá Austurlöndum. Á vegum hennar var sistreymandi lif, og inn i bæi hennar og þorp gustaði framandi áhrifum alla leið vestan frá hinni voldugu Róm. I Galíleu var ekki unnt að varðveita með sér hina ofstækisfullu aðlokunarhneigð Júdeu, í andrúmslofti hennar var auðið að koma upp þeirri hugsun, að Rómverj- inn, Grikkinn, Fönikíumaðurinn, Egyptinn væru lika Guðs börn, — ekki aðeins „Guðs útvalda þjóð“ ein. Já, jafnvel þrællinn og ambáttin voru ])að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.