Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 32

Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 32
270 KIRKJURITIÐ sem þá getur verið ágreiningur um, er, hvort allt þetta bendi á hnignun og afturför í þjóðfélaginu. Vér, sem lítum svo á, að kristindómurinn og kristið siðgæði séu hinn eini öruggi grundvöllur heilbrigðs og farsæls þjóðfélags, erum ekki í vafa um svarið. Að því er til æskunnar kemur, þá viljum vér full- yrða, að enda þótt hún sé eins vel af Guði gefin og æska fyrri tíða, og hafi auk þess mörg og mikil tækifæri til þroska, sem áður voru ókunn, þá hljóti aldarfarið og þeir siðspillandi hlut- ir, sem nú voru nefndir, að hafa svo ill og skaðleg áhrif, að ógæfa muni af hljótast. Um menningu vorra ára er það í frá- um orðum að segja, að hún einkennist af leit að veraldlegum gæðum og nautn þeirra, af auknum hraða og þægindum í samgöngum og samskiptum og af auknum þægindum í öllu daglegu lifi. Og því verður ekki neitað, að þjóðmenning vor dregur mjög dám af þessari stefnu. Það er hnignunarmerki. Enn má nefna það, sem snýr að þjóðmenningu vorri sérstak- lega, og bendir í sömu átt. Æskulýður kaupstaða og kauptúna virðist allmjög hafa misst áhuga fyrir bókmenningu, þar á meðal fyrir þjóðlegum fræðum, og hefir glatað miklu af þeim orðaforða tungu vorrar, sem æskulýðurinn hafði á takteinum á árum áður. Þetta er að vísu ekki siðferðileg hnignun í venju- legum skilningi, heldur almennt þjóðmenningarlegt hnignun- armerki, en þó einnig mjög athugavert. Hugsandi manni verð- ur að spyrja: Er hin uppvaxandi þjóð vor á leiðinni að verða ólík sjálfri sér, en lík þeirri alþýðu annarra landa, sem er talin á fremur lágu menningarstigi? Hvaða ástæða er nú til að rifja þetta allt upp hér á þessum stað? Hún er sú, að oss er öllum hollt og nauðsynlegt að gera oss þetta jafnan ljóst og hafa það í huga. öll hnignun í sið- gæði kemur kirkjunni fyrst og fremst við. Á þeim vettvangi er starf hennar og skyldur. En vér skulum ekki horfa ein- göngu á dökku hliðina, heldur einnig á hina bjartari, með von um betri tima, von um, að Guð leiði oss og aðrar þjóðir aftur upp úr öldudalnum, og með þeim ásetningi, að vera öt- ulir og trúir starfsmenn að því marki. Margir líta svo á, að eftir síðustu heimsstyrjöld hafi orðið

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.