Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 33
KIRKJUHITIÐ
271
vart við breytingu til batnaðar í þessum efnum meðal erlendra
þjóða, og að vér Islendingar séum á eftir öðrum í þessu efni,
eins og oft hefir verið, þegar um erlendar hrcyfingar hefir
verið að ræða. Það er litið svo á, að gildi kristindómsins sé nú
aftur að hljóta viðurkenningu og barátta sé hafin fyrir auknu
siðgæði. Mér er því miður ekki svo kunnugt, að ég geti hér
frá því skýrt, hver og hve mikil rök þessi skoðun hefir við að
styðjast, en víst benda ýmsar fregnir í þessa átt, og sannarlega
er vonandi, að svo sé.
Þjóð vor hefir þörf á slíkri breytingu, og kirkja vor verður
að vinna að henni af öllum mætti. Þrátt fyrir deyfð og áhuga-
leysi á yfirborðinu um kirkjunnar mál er því ekki að neita,
að á þessu sviði finnast nokkrir bjartir blettir, sem benda á
ítök kirkjunnar í huga þjóðarinnar og gefa von um breytingu
til batnaðar. Ég vil drepa á nokkur atriði. Þegar veraldlega
valdið sýnir sig í því að vilja draga úr starfsemi kirkjunnar,
eða þegar um það er rætt að fækka kirkjum, þá sýnir það sig,
að fólkið vill ekki missa presta sína og kirkjur Þar er ekki
eingöngu um eldra fólk að ræða og tæplega hægt að líta svo á,
að þar sé um fordild eina að ræða. 1 öðru lagi hafa margir
söfnuðir lagt töluvert hart að sér til að koma upp kirkjum og
halda þeim við. Söfnuðirnir myndu áreiðanlega ekki leggja á
sig byrðar og færa miklar fórnir, ef þeim væri þetta ekki al-
vörumál og þeir væru sannfærðir um gildi kirkjunnar. í þriðja
lagi má nefna kirkjukórana. 1 mörgum söfnuðum hefir hópur
manna lagt á sig þá vinnu, að starfa í kirkjukór og gengizt
undir þá skyldu, sem því er samfara. Þetta sýnir lofsverðan
áhuga. Hitt er svo annað mál, að skoðanir geta verið skiptar
um það, hvort kóramir nái því marki i guðsþjónustunum,
sem þeim er ætlað og þeim verður að ætla. Út í það verður
ekki farið hér, enda er það sérstakt athugunarefni.
Enn má nefna, að nú virðist vaknaður nokkur áhugi á því
að kynnast sögu og starfi hinnar íslenzku kirkju um liðnar
aldir. Kemur þessi áhugi nú einkum fram í sambandi við Skál-
holt. Það er vissulega hverjum manni hollt að kynnast því
mikla og göfuga starfi, sem kirkja vor hefir unnið í þarfir