Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 35
Kirkjuleikir, Því er stundum haldið fram, að kirkjan sé dauð og andlaus stofnun, ekkert annað en stirðnaðar leifar þeirra forma, er andinn skóp á liðnum öldum. Jafnvel kirkjunnar menn sjálfir tala stundum og rita, eins og hvergi verði vart við líf og hreyfingu innan kirkjunnar. Þetta sprettur tncst af vanþekkingu, bæði á liðinni tíð og nútímanum. Vorir timar sýna mörg merki grósku og vaxtar. Það er ekki líflaust samfélag, sem myndar sér jafnfjölbreytt starfsform og kirkjan gerir nú víðsvegar um öll lönd. En jafnframt því sem nýjar hreyfingar vakna, eru gamlar endurvaktar. Svo sem kunnugt er, var leiklistin ein hinna mörgu andlegu íþrótta, er kirkjan tók í þjónustu boðunar sinnar á fyrri tíð, og nú fer um heiminn slda, sem stefnir í þá átt að endurnýja hin gömlu leiklistarform kirkj- Unnar í nýrri mynd, er hæfir nútimanum. Má segja, að hún nái til flestra, ef ekki allra, kristinna landa, frá trúboðsakri Mið-Afriku til stórborganna 1 Evrópu og Ameríku. Nágrannalönd vor, bæði í suðri og austri, hafa l)egar af allfjölþættri kirkjulegri leiklist að segja, en hér á íslandi hefir enn verið lítið rætt um þessi merkilegu viðfangsefni. Menn hafa raunar vitað um píslarleikina í Ober-Ammergau í Þýzkalandi og nokkra fleiri, ®n um þá hreyfingu, sem kennd er við leiklist kirkjunnar í fleiri löndum, hefir minna verið skrifað. Efni þetta er þegar orðið svo yfirgripsmikið, að bess er enginn kostur að gera því full skil i stuttri grein. Hér verður því aðeins stiklað á því stærsta, til yfirlits fyrir þá, er kynnu að vilja kynna ser málið betur með öðrum hætti. I. Flestir telja leiksýningar til skemmtana. Þó hefir jafnan rikt sá skiln- tngur meðal menntaðra leikhúsmanna, að leikhúsið eigi einnig öðru hlut- Verki að gegna en að vera „til gamans“. Yfir sviði Konunglega leikhússins 1 Kaupmannahöfn eru letruð orðin: „Ej blot til lyst.“ Er ánægjulegt til þess að vita, að þetta skuli vera einkunnarorð eins hins ágætasta leikhúss Norðurálfu, sem m. a. er frægt fyrir túlkun sína á gamanleikum Hol- bergs. Er það áreiðanlega einnig í anda þessa höfundar, sem í gamni sínu kunni að segja „fá orð í fullri alvöru". 18

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.