Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 25

Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 25
KIRKJURITIÐ 263 eftir. Síðan gerðu allir bæn sína og byrgðu fyrir andlit sér með hægri hendi. .. . Þegar til kirkju var komið og klukknahljóð heyrðist, lyptu karlmenn höttum sinum eins og þeir væru að heilsa kirkj- unni og klukkunum; man eg eftir, að mér fannst einhver há- tíðlegur, leyndardómsfullur og laðandi unaður við klukkna- kljóðið, og slík áhrif þóttist ég þá sjá á svip annarra. .. . Um guðspjall og pistil stóðu menn þá eins og nú, en sá var mun- ur, að þegar prestur þá nefndi Jesú nafn í pisth eða guðspjalli, þá hneigði hver maður sig í kirkjunni, karlmenn lutu höfði, en kvenmenn beygðu knén. ... Tíðast var það, að flestir fermdir menn voru til altaris einu sinni á ári, venjulega seinni part sumars, eða að haustinu (gamalt fólk heyrði ég segja, að í æsku þeirra hefðu menn tíðast gengið tvisvar til altaris á ári).... Fastandi fóru altaris- gestir venjulega til kirkjunnar þann dag, og þótti það ósið- semi, ef eigi skortur á lotningu fyrir hinni helgu athöfn, að borða nokkuð um morguninn áður. .. . Ekki held ég, að það verði sagt, að Biblíulestur væri mjög ahnennur í uppvexti mínum, að svo miklu leyti ég þekkti til, en af því bækur voru svo fáar, lásu að vísu þeir, sem fróð- leikslöngun höfðu, töluvert meira í heilagri Ritningu en nú tíðkast, en menn lásu þá allt eins mikið gamla testamentið eins og hið nýja, og virtust ekki telja neitt fremur áríðandi að kynna sér til að mynda dæmisögur Krists, svo sem söguna uœ hinn glataða son, heldur en siðspillingu þá við hirðir ísra- els- og Júðakonunga, sem Konungabókunum og ýmsum öðr- um bókum gamla testamentisins er svo títt talað um, né að lesa fremur píslarsögu Drottins vors en frásögur um styrjaldir Gyðinga. .. . Oft heyrði eg í uppvexti mínum talað um ymsa lærdóma trúarbragðanna í kappræðum, bar þá annar brigður á, en hinn varði, en allt var slikt fremur eins konar leikur, en að mönn- um verulega dytti i hug að efast um sannindi þeirra. Menn böfðu á barnsaldrinum tekið á móti trúarbrögðunum sem guð- legum sannindum, og það voru þau án efa flestum alla ævi. . . .

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.