Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 5

Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 5
KIRKJURITIÐ 51 Þriðja verkefnið var útgáfa málgagns fyrir kirkjuna, og var ákveðið á stjórnarfundi, að það skyldi vera ársrit og koma út í fyrsta sinn haustið 1919. Ritstjóri var ráðinn Sigurður P. Sívertsen, prófessor. Á prestastefnu vorið 1919 var svo formlega gengið frá félagsstofnuninni, sam- Þykkt lög félagsins og kosin stjórn. Vík ég þá að útgáfu málgagns Prestafélagsins. Kom það út í fyrsta sinn haustið 1919 og bar nafnið: Prestafélags- ritið — tímarit fyrir kristindóms- og kirkjumál. Áður höfðu verið gefin út blöð um kirkjumál. Árið 1891 hóf Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, útgáfu Kirkjublaðs- ins, sem var mánaðarrit. Þá kom Verði ljós, útg. aðallega af Jóni Helgasyni, og síðar Nýtt kirkjublað, sem Þórhall- ur Bjarnarson gaf út til dauðadags 1916. Fundu nú kirkj- unnar menn tilfinnanlega til þess, að ekkert slíkt rit var gefið út á tímabili. Að vísu hafði blaðið Bjarmi verið gef- ið út í mörg ár af séra Sigurbirni Á. Gíslasyni, en hér þurfti nýtt málgagn. Um það segir Sigurður P. Sívertsen í formála fyrir Prestafélagsritinu: „Að þörf sé á slíku riti, er eingöngu fjalli um kristindóms- og kirkjumálin, þarf ekki að rökstyðja. Til þeirrar þarfar hafa menn of almennt fundið, — ekki sízt nú síðustu árin eftir að Nýtt kirkjublað hætti að koma út, til þess að sannfæra þurfi þá, sem kaupa og lesa rit með þessu nafni — um nytsemi þess og nauðsyn. Öhætt mun að fullyrða, að fjöldamargir af kirkjunnar mönnum hafa þráð að eignast kirkjulegt málgagn — einkum tímarit, er flytti fyrirlestra og lengri ritgerðir en þær, er birzt geta í einu lagi í kirkjulegu mánaðarriti eða í viku- og dagblöðunum. En hitt var mönn- um ekki ljóst, hvernig hægt væri að halda úti slíku riti, jafn erfitt og orðið er um alla bókaútgáfu hér á landi. Treystist enginn guðfræðinga vorra til að gefa slíkt rit út á eigin kostnað. En félagsskapur var ekki neinn til í því skyni að kosta útgáfu tímarits. Úr þessu rættist með stofnun Prestafélags Islands.“ Ennfremur segir í formál- anum: „Tímaritið vill vinna að því markmiði, sem Presta-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.