Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 6

Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 6
52 KIRKJURITIÐ félagið hefir sett sér, sem er það, að vera málsvari hinn- ar íslenzku prestastéttar, efla hag og sóma hennar innávið og útávið og glæða áhuga presta á öllu því, er að starfi þeirra lýtur og samvinnu þeirra í andlegum málum þjóð- arinnar." Það vill vera sem allra flestum af þeim, er við kristindóms- og kirkjumál fást eða um þau mál hugsa, til einhverrar hjálpar — vill leitast við að efla áhuga manna og skilning á þeim málum.“ Þannig er stefnan mörkuð í upphafi. Fyrsta ritið var 154 bls. í Skírnisbroti. Því var ætlað að koma út einu sinni á ári, svo sem og varð. Óhætt mun að fullyrða, að Prestafélagsritið var prýði- legt ársrit og félaginu til mesta sóma, flutti veigamiklar ritgerðir um guðfræði, kirkjusögu, kristilegt starf og menningarmál margs konar, svo og minningargreinar um mæta leiðtoga. En er tímar liðu, komu fram raddir um það, að þörf væri ennfremur á öðru málgagni, blaði, sem kæmi út oft á ári. — Og því varð það að ráði, að árið 1933 var byrjað að gefa út Kirkjublað, sem út kom 2svar í mánuði. En ekki stóð sú útgáfa lengi — aðeins rúmlega eitt ár. Þá var sú breyting ger, að sameina Prestafélags- ritið og Kirkjublað — gefa út nýtt rit í stað hvors- tveggja, Kirkjuritið, sem síðan hefir komið út í 10 heftum á ári — eða frá ársbyrjun 1935. Það er málgagn íslenzku kirkjunnar í dag. Rétt er að geta þess í þessu sambandi, að Sigurgeir Sigurðsson biskup gaf í mörg ár út blað — Kirkjublaðið —, en sú útgáfa féll niður við lát hans. Hafði hann ávallt haft náið samstarf við Prestafélagið og studdi það á allan hátt af sínum alkunna áhuga, m. a. útgáfustarf þess. En Prestafélagið hefir einnig haft með höndum aðra útgáfustarfsemi, sem ekki má þegja um. Hún hófst með því, að gefið var út smáritið Evangelisk viðhorf eftir séra Árna Sigurðsson fríkirkjuprest árið 1925. Næsta ár komu 100 hugvekjur eftir íslenzka presta — þá bókin Heimilis- guðrækni, er báðar seldust upp á skömmum tíma. Nokkru

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.