Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 10

Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 10
56 KIRKJURITIÐ og séra Árna Sigurðssonar fríkirkjuprests, séra Hálfdanar Helgasonar, Mosfelli, Loks get ég starfa séra Jakobs Jóns- sonar, fyrst sem ritara og síðustu árin sem formanns, giftusamlegrar forystu hans í sambandi við norræna prestafundinn, og afskipta af hagsmunamálum presta- stéttarinnar. Enn vil ég minnast með þakklæti gjaldkera félagsins, þeirra Skúla Skúlasonar og Helga P. Hjálmars- sonar, sem báðir unnu af lofsverðum áhuga fyrir félagið. Síðustu árin hefir dóttir séra Helga, Elisabet Helgadóttir, annazt afgreiðslu og gjaldkerastörf af mikilli skyldurækni. Þeir, sem nú annast ritstjórn Kirkjuritsins, eru biskupinn Ásmundur Guðmundsson og séra Gunnar Árnason. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að vekja athygli á þessu mál- gagni kirkjunnar, sem kemur út í 10 heftum á ári, fjöl- breytt að efni. — Þar birtast fréttir af kirkjustarfinu í landinu og því, sem merkast gerist í kirkjumálum erlendis. Allir, sem kirkju og kristni unna, ættu að kaupa þetta rit, sem engan veginn er félagsrit prestanna einna, heldur ætl- að almenningi til lestrar. Það ætti að vera keypt og lesið af sem allra flestum heimilum í landinu. Stjórn Prestafélags Islands skipa nú þessir: Séra Jakob Jónsson, formaður, séra Jón Þorvarðsson, ritari, séra Sig- urbjörn Einarsson prófessor, varaformaður, séra Sigurjón Guðjónsson, prófastur í Saurbæ, og séra Sveinbjörn Högna- son, prófastur á Breiðabólsstað. Prestafélag Islands hefir nú starfað í 40 ár. Megi heill og gifta fylgja því og deildum þess í öllu starfi á komandi árum. Guð blessi kirkju þessa lands og allt hennar starf. Jón Þoi'varÖsson. Til er gömul og einkennileg tréskurðarmynd í Niirnberg í Þýzka- landi. Þar er Jesús í hópi postulanna tólf. Skrúfa má hvaða postula- mynd sem verkast vill úr blökkinni án þess að hinar haggist. En sé Kristsstyttan tekin, hrynja hinar allar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.