Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 11
Hvað er Alkirkjuráðið? [Þar eð kirkja íslands er þátttakancLi í Alkirkjuráðinu, þykir mér hlýöa aö skýra lesendum Kirkjuritsins nokkuö frá því. — Á.G.l Ný alheimssamtök. Árið 1948, 23. ágúst, komu saman í Amsterdam á Hollandi fulltrúar frá 150 kirkjum víðs vegar að úr veröldinni og stofn- uðu Alkirkjuráðið. I því eru riú 170 kirkjur úr meira en 50 þjóð- löndum. Þessar kirkjur eru frábrugðnar hver annarri að kenn- ingu, trúarjátningu, embættisþjónustu, erfðavenjum, þjóðerni og félagslifi, en engu að siður hafa þær komið sér saman um það að stofna Alkirkjuráðið að vettvangi fyrir kristna menn nieð ólíkum skoðunum til þess að þekkja og skilja hverir aðra og starfa saman. Þegar þér hafið heyrt eða lesið eitthvað um Alkirkjuráðið, þá hefir ef til vill vaknað hjá yður löngun til þess að vita, hvað það er og hvað það hefir fyrir stafni. Hér verður sagt fná nokkrum meginatriðunum. En fyrst verður vænlegt til skiln- ings að taka það fram, hvað Alkirkjuráðið er ekki. Það er engin ,,yfirkirkja“, getur ekki sett nein lög kirkjunum, sem í því eru, né komið fram fyrir þeirra hönd óumbeðið. Það berst hvorki fyrir samræmingu né kyrrstöðu. Það vinnur ekki að samruna kirkna. Það hefir ekki eina og sömu guðfræði um eðli kirkjunnar né neina ráðagerð um einingu hennar. Alkirkjuráðið er samfélag kirkna. í því samfélagi er kristileg samábyrgð, þannig að kirkjurnar *eggja hver annari lið. í því sameinast kirkjurnar um það að létta neyð mannanna. 1 því bera þær sameiginlegt vitni þess, að Kristur sé drott- mn heimsins og kirkjunnar. I því ræðast kirkjurnar alvarlega við um mismuninn á trúar-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.