Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 12

Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 12
58 KIRKJURITIÐ játningum sínum, áhugamál sín í verki, boðskap sinn, prests- legt starf, kirkjustjórn og trúboð. í því er tekin ákveðin stefna að einingu og endurnýjun kirkju Krists. í Alkirkjuráðinu eru kirkjur, sem trúa á Krist sem Guð og frelsara. Það er sameiginleg undirstaða þeirra og tengir þær hverja annari. Þar er „einn drottinn, ein trú, ein skírn, einn Guð og faðir allra“, og fyrir því mega kristnir menn ólíkra trúarflokka ekki lítilsvirða hverir aðra né berjast innbyrðis. Þeir verða að reyna að leita einingar í honum og vinna saman í vitnisburði og þjónustu. Það er heilagur andi, sem skapar þetta samfélag og andlega samband, er birtist í Alkirkjuráðinu, samstarfi kirknanna. Engin kirkja er knúin til þess að gerast þátttakandi í ráðinu, heldur ræður hver kirkja því sjálf af eða á. Flestallar stærri kirkjur Mótmælenda og Anglíkönsku kirkjurnar eru í Alkirkju- ráðinu. í því eru þjóðkirkjur Vestur-Evrópu, nokkrar kirkjur Suður-Evrópu og Austur-Evrópu, þrjátíu og ein kirkja, sem eru til samans tveir þriðju hlutar Mótmælenda og Orþódoxu kirkjunnar í Bandaríkjunum og margar kirkjur í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, sem nýlega hafa gerzt óháðar. Forna höfuð- biskupsumdæmið í Konstantinópel og systurkirkjur þess í Alex- andríu og Antíokkíu og kirkjur Grikklands og Kýprusar eiga þátt í ráðinu. Ennfremur eru þar þátttakendur kirkjurnar fornu á Egiptalandi, í Eþíópíu og Suður-Indlandi, og Gamal-kaþólsku kirkjurnar í Evrópu og Bandaríkjunum. Utan sambandsins eru: Baptistar og Missouri Synódan í Bandaríkjunum, Orþódoxa kirkjan rússneska og Rómversk-kaþólska kirkjan. Raunverulegt starf Alkirkjuráðsins. Til þess að inna skyldustörf sín af hendi þarf Alkirkjuráðið nauðsynlega að hefja fjölþætta rannsókn, alls konar þjónustu og framkvæmdir. Víðtækar skýrslur, ýtarleg ágrip ög smárit segja frá störfum ráðsins. Skal hér greina aðeins fá dæmi um þá þjónustu, sem kirkjurnar hafa unnið og vinna á vegum ráðs- ins. Flóttamannahjálpin hefir komið 100000 flóttamönnum fyrir í nýjum löndum, og nú vinnur 500 manna starfslið að því að koma bögglasendingum til 150000 flóttamanna. Er starfað að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.