Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 18

Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 18
64 KIRKJTJRITIÐ hann var ritstjóri tímaritsins Kirke og kultur í um hálfa öld, —• lengst af einn. Með því hefir hann ef til vill haft víðtækust og varanlegust áhrif, en bókin um Hálogaland (Spenningens land) bar nafn hans víðast. Hún má kallast lesin um allar jarð- ir og hefir m. a. verið þýdd á íslenzku, svo sem kunnugt er. Stíll Berggravs er mjög fastmótaður og auðkennilegur og virðist skýr endurspeglun höfuðeiginda hans innri og ytri. Hann er ljós og hressilegur sem norrænn hreinviðrisdagur, magnþrunginn og spekislunginn, eins og vænta má af há- lærðum athafnamanni, kryddaður ró og kímni gamals hölds, sem gæddur er gömlum merg og býr að miklum erfðum. Berg- grav skrifar ævinlega skemmtilega og bregður ósjaldan með fáum orðum eða snjallri sögu flóðljósi á menn og málefni, — það og fleira er líkt með þeim Þórhalli biskupi Bjarnarsyni. — Væmni eða sýndarmennska koma aldrei við sögu. Sannleiks- ástin og hreinskilnin felast alltaf að baki orðanna. Berggrav fer ævinlega upp á hól til að líta yfir það, sem hann fjallar um, en grefur svo þar niður, sem honum finnst mest ástæða til. Hann krýpur engum, en leggur heldur engan í einelti. Mál- efnin eru honum efst í huga og mannúð hans ævinlega auð- fundin. Mannþekkingin frábær — enda mikill sálfræðingur. Berggrav var ekki rétttrúaður, ef miðað er við Hallesby, en enginn mun hafa vænt hann um að leita ekki sannleikans og virða hann. Gáfur hans, menntun og orðsnilld skipuðu honum á fremsta bekk, hvar sem hann fór. Þessi merkisberi kirkjunnar vakti athygli og aðdáun, jafnt kristinna manna og hinna, sem fyrir utan stóðu. Mönnum var ljóst, að hann flutti ekki boð- skap sinn í embættisnafni, heldur af því, að eldur brann hon- um í huga. Hann fylgdi þeim meistara, sem hann vissi mestan, og kenndi þau sannindi, er hann þekkti bezt. Það sást á styrjaldarárunum, að kristindómurinn var Norð- mönnum annað og meira en nafnið tómt. Þegar Nazistar ætl- uðu að beygja kirkjuna að vilja sínum, tóku oddvitar allra helztu kirkjustefnanna höndum saman, þeir Berggrav, Ludvig Hope (form. trúboðsfélagsins) og Hallesby. Að vilja þeirra og fyrirmælum lögðu allir biskuparnir niður embætti sín og flest- ir prestarnir sögðu af sér, heldur en dansa eftir pípu Þjóðverja. Þá voru margir fangelsaðir, m. a. forustumennirnir, sem nefnd- ir voru. Berggrav sat 3 ár í fangelsi. Var það víðfrægt, hvernig

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.