Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 20

Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 20
66 KIRKJURITIÐ að þetta kirkjuþing eigi m. a. að f jalla um, hvort ekki sé rétt, að kaþólska kirkjan taki upp samstarf við aðrar kirkjudeildir, kristninni til eflingar. Margs konar klofningur og hatrammar deilur hafa fyrr og síðar verið kristnum mönnum til vansæmdar og kirkjunni til niðurdreps. Saga þess er óneitanlega ófögur á köflum innan allra kirkjudeilda. Og það er stórfurðulegt, hve litlar einingar- tilraunir hafa verið gerðar fyrr en á þessari öld. Og þær hafa enn ekki borið æskilegan árangur, þótt nokkuð hafi áunnizt. Þar hefir það ekki staðið minnst í vegi, að rómversk-kaþólska kirkjan hefir fram að þessu neitað að taka nokkurn virkan þátt í einingarstarfinu. Ekki viljað senda neina fulltrúa á alkirkju- fundi, né ræða nokkurn einingargrundvöll. Aðeins sagt, að faðmur sinn stæði öllum opinn, sem í hann vildu leita. Þess eru samt dæmi, að á vissum vettvangi hefir kaþólska kirkjan unn- ið með öðrum kirkjudeildum á sumum tímum. Svo var á styrj- aldarárunum. Þá var sums staðar almennt samstarf kristinna manna að líknarmálum. Og fyrir hefir komið, að bæði kaþólsk- ir menn og mótmælendur hafa notazt við sömu kirkjuhúsin, jafnvel hérlendis. Ekki er ólíklegt, að reynsla Jóhannesar páfa sjálfs og sumra ráðgjafa hans styðji að því, að þeir viðurkenni, að ekki séu allir utan kaþólsku kirkjunnar óalandi og óferjandi villutrúarmenn, engu betri en yfirlýstir guðleysingjar, sem vilja leggja allar kirkjur í rústir og kveða niður kristindóminn. Þess muni einmitt mikil þörf nú að morgni atómaldar, að allir, sem vilja bera kristið nafn, freisti að taka höndum saman og berj- st fyrir manngildishugsjón kristninnar og bræðralagi og friði. Stígi hið væntanlega kaþólska kirkjuþing spor í þá átt, verður gildi þess aldrei ofmetið, og mun þá lengi uppi nafn hins nýja páfa. Gefi Guð, að svo verði! Líknarsystur. Stanley Jones kristniboði segir þá sögu, að hann kom eitt sinn í munaðarleysingjahæli í Dohnavur á Indlandi. Fannst honum mikið til um starf „systranna“ og spurði, hvort þær væru ekki á háum launum. Forstöðukonan svaraði á þessa lund: „Þetta er of mikið og erfitt til þess að það verði metið til fjár. Við gerum það allar af kærleika.“ — Líknar- og hjúkrunarstörf eru margþætt nú á dögum og svo almenn, að þeim er ekki veru-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.