Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 22

Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 22
68 KIRKJURITIÐ og rækja trúarlegar athafnir, leitast líka við að vekja kristi- legan lífsskilning. Meðfylgjandi mynd lýsir vel þessum tengsl- um líknarsystranna við kirkjuna. Hún er frá Þýzkalandi og sýnir kvöldsöng á kirkjutröppum að loknu dagsverki. Ég hygg, að séra Þorsteinn Briem hafi á sínum tíma fengið því framgengt, að hjúkrunarkona starfaði um skeið innan safn- aða hans. Sum kvenfélög hérlendis hafa og ráðið „hjálparstúlk- ur“ til að hlaupa undir baggann þar, sem veikindi hafa steðjað að eða nauðsyn hefir verið að létta undir bústörfin. Líklegt er, að kirkjan taki upp einhverja slíka starfsemi, þegar sá skiln- ingur eykst, að hún er almennt félag allra þeirra, sem játa trú sína á Krist og vilja vinna að sigri þeirra hugsjóna, sem hann boðaði, og hverjum meðlimi hennar því skylt að leggja fram lið sitt. Þörfin er á mörgum sviðum. Mein mannlífsins því mið- ur ófá. í frönsku tímariti sá ég í jólablaðinu myndir af konum og körlum, sem vinna í þá átt, sem ég hefi hér vikið að. Þar var faðir Pire, belgiski munkurinn, sem fékk friðarverðlaun Nóbels í haust fyrir starf sitt í þágu flóttafólksins. Konur við barngæzlu á öreigaheimilum, líka ungar stúlkur í Frakklandi, sem freista þess að bjarga þeim, sem lent hafa á götunni. Hafa þær flutt í illræmd hverfi (Montmartre) og búa þar tvær og tvær saman. Vinna í verksmiðjum, en nota kvöldfríin til að reyna að telja þeim hughvarf, sem valið hafa sér hlutskipti hinna „aumustu allra“, svo notuð séu orð Ólafíu Jóhannsdóttur. „Hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta; þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka; gestur var ég, og þér hýstuð mig; nakinn og þér klædduð mig; sjúkur var ég, og þér vitjuðuð mín; í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.“ Sú starfsemi, sem hér hefir verið minnzt á, er unnin í minn- ingu þessara orða meistarans. Og sem betur fer, er hún miklu meiri og fjölþættari en vér gerum oss grein fyrir. — Samt er hennar enn þörf, einnig vor á meðal. Þegar allir Tcenna til. Sjóslysið hörmulega við Grænland, þegar „Hans Hedtoft“ fórst með allri áhöfn og farþegum, snart hjörtu allra og olli almennri sorg a. m. k. á Norðurlöndum. Mönnum fannst þeir hafa átt þarna bræður og systur um borð. Samúðarkveðjur bárust úr öllum áttum. Eins var það skömmu síðar hér, er

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.