Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 24

Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 24
70 KIRKJURITIÐ Er ekki senn kominn tími til að átta sig á, að það er enn fegurra og hamingjuríkara að vinna saman að vandamálum lífsins en haldast í hendur andspænis dauðanum? Og hvað þjóð- hollustunni viðvíkur . . . Það hefir verið sagt: Sá, sem byrjar á því að elska sinn eigin trúflokk meira en sannleikann, endar á því að elska sig og sína kreddu meira en allt annað. Má ekki eins segja: Sá, sem byrjar á því að elska flokk sinn meira en þjóð sína, endar á að elska sjálfan sig enn meira en nokkru sinni flokkinn! Þá verður hætt að syngja: Ég vil elska mitt land, — enda óneitanlega mikið farið að draga úr því. Gunnar Árnason. Úr spekinnar bók: Gætið yðar við ónýtu hljóðskrafi, og varðveitið yðar tungu fyrir lastmælgi!, því að heimskulegt slaður fer eigi til einskis af stað, og lygagjarn munnur deyðir sálina. (1,11). ☆ Þeir, sem Honum (þ. e. Guði) treysta, munu við sannleikann kannast, og þeir, sem trúir eru í elskunni, munu hjá honum vera; því að náð og miskunnsemi er (hlutdeild) hinna útvöldu. (3,9). ☆ Því að eins og duftið í metaskálinni er allur heimurinn fyrir þér, og sem einn morgundaggardropi, sem fellur á jörðina. (11,22). ☆ En þú miskunnar öllum; því að þú megnar allt, og lítur fram yfir syndir mannanna, svo að þeir bæti sig. Því að þú elskar allt, sem til er, og hefir eigi ímugust á neinu, sem þú gjörðir; því að ef þú hataðir, svo hefðir þú ekkert skapað ... þú hlífir öllu, því að það er þitt, Drottinn, lífsins vinur. (11, 23n). ☆ Enginn maður getur myndað nokkurn Guð, sem sé honum (þ. e. Guði) líkur.Sjálfur dauðlegur myndar hann dautt með syndugum höndum. Hann sjálfur er betri en það, sem hann myndar, því að hann lifir, en hitt aldrei. (15,17n).

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.