Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Síða 32

Kirkjuritið - 01.02.1959, Síða 32
Barnaheimilið Sólheimar, (Útvarpserindi 12. janúar.J 1 dag er liðinn réttur aldarfjórðungur, síðan staðfest var skipulagsskrá fyrir Barnaheimilið Sólheima í Grímsnesi. Þar með var ákveðið ytra form merkilegs brautryðjendastarfs, sem síðar mun verða talið hafa markað tímamót í íslenzkri upp- eldissögu. Sjálft barnaheimilið hafði tekið til starfa nokkru fyrr, eða 1930, en með skipulagsskránni 12. jan. 1934 var þvi breytt í sjálfseignarstofnun. í 2. grein skipulagsskrárinnar segir svo um ætlunarverk heimilisins: „Tilgangur stofnunarinnar er sá og skal jafnan vera að veita börnum og unglingum sem bezt uppeldi, bæði andlegt og líkam- legt. Skulu þau börn að öðru jöfnu ganga fyrir, sem veikluð eru og vanrækt. Einnig er stofnuninni heimilt að taka fávita til umönnunar." Þessi ákvæði staðfesta þá stefnu, sem þegar var mörkuð, og það starf, sem var hafið. I samræmi við líknarhugsjón kristinn- ar trúar hafði þjóðkirkjan lengi haft hug á að koma upp dvalar- heimili handa þeim börnum, sem bágast eru stödd og mest hjálparþurfi. Höfðu prestar safnað nokkru fé í þessu skyni. Margt kann að hafa skort, þegar í þessa heimilisstofnun var ráð- izt af litlum efnum, en á hjálparþurfa börnum hefir aldrei orð- ið skortur. Ég geri enga tilraun til að rekja sögu barnaheimilisins í þess- um stutta fréttaþætti, en þó má geta þess, að einn helzti for- göngumaður málsins var núverandi biskup yfir íslandi, herra Ásmundur Guðmundsson. Hann hefir jafnan látið sig hag barna- heimilisins miklu skipta og hefir staðið um það traustan vörð, þegar að því hefir þrengt. Ung hugsjónakona, nýkomin heim frá margra ára námi í uppeldi veiklaðra og vanræktra barna, var frá byrjun lífið og sálin í stofnun og starfrækslu barnaheimilisins. Frú Sesselja Sigmundsdóttir tók að sér forstöðu þess og hefir gegnt henni síðan. Það er tvímælalaust fórnarlund hennar og þolgæði að

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.