Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 43

Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 43
íslandsvinur í Svíþjóð „Bréf þín koma til mín eins og hressandi andblær frá eyj- unni kæru í vestri“. Þannig segir Gunnar Thyrestam organisti við mig í einu bréfa sinna. Einnig segir hann: „Frá því að ég var lítill strákur, hefir ísland og allt, sem tilheyrir Islandi, vak- ið aðdáun mina og hlýjar tilfinningar." Hann er fæddur árið 1900. Eftir skólanám sitt vann hann um tíma í utanríkisþjónustunni. Lærði tónlist við Kgl. tónlistarhá- skólann í Stokkhólmi 1925—30 og tók þá próf í kirkjutónlist. Tónsmíðar nam hann hjá prófessor Ellberg í Stokkhólmi og tónskáldinu E. Tubin, einnig í tónlistarháskólanum í Potsdam. Árið 1954 var hann ráðinn organisti við Kirkju heilagrar þrenn- ingar í Gávle og þar starfar hann nú. Orgelsverk hans og hljóm- sveitartónverk hafa verið flutt í mörgum löndum, t. d. Englandi, Þýzkalandi, Hollandi og U.S.A. Hann var kosinn formaður sænska tónskáldafélagsins 1952 og hefir verið sæmdur ýmsum viðurkenningum fyrir tónsmíðar. Myndin, sem fylgir greinarkorni þessu, er af Kirkju heilagrar þrenningar i Gávle og orgelinu, sem Gunnar Thyrestam leikur á, en það er nýlega endurbyggt, hefir 3 hljómborð og 52 registur. Þessi ágæti organisti hefir tekið upp þann sið að flytja öðru hvoru nokkurs konar kynningartónleika í kirkjunni. Leikur hann þá á orgelið kirkjulega tónlist frá einhverju sérstöku landi ein- göngu hvert skipti. Tónlistarlíf er mjög auðugt í Gávle, og fell- ur þetta því í góðan jarðveg þar í borg. Áhrif kirkjutónlistar- innar eru sterk, og hún er vel fallin til að tengja þjóðirnar saman, vegna þeirrar lotningar, tilbeiðslu og trúar, sem hún á að túlka, til sameiginlegs Guðs og föður alls mannkyns. Eins °g sjá má í Kirkjuritinu, hefir Gunnar Thyrestam flutt talsvert af íslenzkri kirkjumúsik á áðurnefnum hljómleikum sínum, eftir eldri og yngri tónhöfunda íslenzka. Eg lýk svo þessum orðum með því að láta í ljós þá von, að einhverjir yrðu til þess að bjóða þessum góða listamanni og mikla íslandsvini hingað til lands, þar sem hann gæti flutt

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.