Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 46

Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 46
92 KIRKJURITIÐ kirkjusóknina og auka mönnum skilning á gildi kirkjurækni, verður reynslan að sýna. Ég óska og vona, að svo megi verða. Ég skrifa þessi orð „aö lokinni leiksýningu“ sakir þess, að ég hefi trú á, að kirkjunni megi slík starfsemi að nokkru gagni koma. Höfundur umrædds leiks, séra Jakob Jónsson, á miklar þakkir skildar fyrir leikrit sitt. Hann hefir gerzt forystumaður nýrrar safnaðarstarfsemi með leikritsgerð sinni. Sú þökk myndi hon- um bezt þykja, ef leikrit hans mætti verða kirkjunni að sem beztu gagni, ef ég þekki manninn rétt. Og Akureyrarprestunum vil ég ekki láta hjálíða að þakka fyrir það framtak, að leikurinn var sýndur hér nyrðra. Vald. V. Snœvarr. ☆ Blygð, hógværi, bæn og trú, blíðleik, þolinmæði, elskum, kæru Herrans hjú, hæst er æru giftan sú. Verum eigi vansáttir vorn um lítinn tíma, gráts þó vegi göngum hér, glöðum degi senn að ber. Allt er stríðið úti þá, ei sem verið hefði, drýgja tíðir yndis á, ama hríðir fjærri stá. (Úr Þorlákskveri.) Dcivíðs sálmar. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í ritinu, hefir Ásgeir Magnússon rithöfundur frá Ægissíðu þýtt allmarga af Sálmunum í bundið mál af mikilli list. Nú semur Sigurður Þórðar- son tónskáld hátíðakantötu yfir 4 af Sálmunum í þeirri röð, sem hér segir: 25., 100., 67. og 150. sálmur. Kantatan verður fyrir einsöngv- ara og kóra, og hljómsveit mun flytja inngang, milliþætti og undir- leik. Hér fer á eftir ljósprentuð 1. bls. handritsins.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.