Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 3
Upp úr þokunni. Einu sinni átti ég tal við reyndan og mikinn sjómann. Hann hafði verið skipstjóri í áratugi. Á sjóferðum hafði hann reynt sitt af hverju í baráttu við óblíð náttúruöfl. Ég fór að tala við hann um hætturnar á sjónum og spurði, hvort hann þekkti nokkuð verra viðureignar en stórviðrin. „Eitt er erfiðara," sagði hann. „Hvað er það?“ ,,Þokan,“ var svarið. Síðan hefi ég oft hugsað um svar skipstjórans. Allir fulltíða menn hafa reynt, hvað það er að lifa í ovissu. Þó að veruleikinn geti verið þungbær, er óvissan °ft þungbærari. Þegai’ þokunni léttir, kemur vegurinn í Ijós, og þá verður allt miklu greiðfærara, þó að ýmislegt íþyngi á göngunni. Spurningin um lífið eftir dauðann er alltaf mál dagsins. Hver einasti maður verður að standa andspænis henni. Áð lifa í óvissu um það atriði er líkt og að sigla skipi sínu út í þokuna. Til þess að komast út úr þokunni hefir Guð gefið oss S1gurhátíð, — páska. Lærisveinarnir vissu, að Jesús hafði gefið upp andann, Hann var dáinn, og sorgin læsti sig um hjartaö, eins og þegar bezti vinurinn deyr. Og ef Jesús hefði ekki risið upp, hefðum vér aðeins getað lesið um hann nokkrar línur hjá sagnariturum. En það fór á ann- an veg. Vissan um framhaldslífið lýsti á þriðja degi eins °g morgunsólin. Guð uppvakti Krist frá dauðum. Ef einhver kynni að vilja taka þessa fullyrðingu eins 7

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.