Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 8
102 KIRKJUIUTIÐ hennar að því, að menn hræðast ekki hin æðri máttarvöld, hvað sem öðru líður, og að mannúðin hefir þrátt fyrir allt far- ið vaxandi, — er þetta og annað, eins og ekkert hjá þeirri bölvun, sem kirkjan á að dómi Þ.Þ. að hafa leitt yfir þjóðina? Er það þá að minnsta kosti ekki þess vert að telja hana upp? Eða finnst almenningi, að vér kirkjunnar menn, bæði lærðir og leikir, sem nú lifum, gerum eins og ekkert gagn hjá þeim skemmdarverkum, sem við vinnum á sálum mannanna? Og ef svo er, hvað hugsa menn þá með því að ætla ríkinu að styðja kirkjuna og verja með fyrirmælum stjórnarskrárinnar. Mundi meira að segja Þ.Þ. taka því þegjandi, ef einhver froðusnakkur felldi líkan dóm um hans verk? Mér þykir það afar óliklegt, — ef hann virti hann þess að svara honum. Langsennilegast þættist hann yfir það hafinn. Hann mundi vafalítið kalla það „freyðandi kjaftæði". Ummæli Þ. Þ. um að kirkjan eigi „að breyta sér í þekkingar- stofnun“ og taka spíritismann í sína þágu eru óneitanlega nokkuð grunnfærnisleg. Vitanlega er kirkjan mikil þekkingar- stofnun. Hún veitir fræðslu um trúarbrögðin almennt og krist- indóminn sérstaklega. Og með allri virðingu fyrir hinu sjötuga lárviðarskáldi, sem ég óska alls góðs, get ég ekki smjaðrað svo fyrir því að telja, að það hafi í bókum sínum komið fram með nokkrar siðgæðisskoðanir, sem að sannleika og gildi séu á nokkurn hátt sambærilegur við siðakenningar Krists, né gætu og ættu að leysa þær af hólmi. Spíritismann hefir íslenzka kirkjan að nokkru leyti tekið í sína þjónustu, eða öllu heldur einstakir þjónar hennar eins og prófessor Haraldur Níelsson á sínum tíma og dómprófasturinn í Reykjavík nú. En hvorugur þeirra hefir talið, að spíritisminn hefði raunar annað að flytja en það, sem kirkjan hefði boðað áður, og væri spiritisminn aðeins staðfesting og stuðningur þess, sem Kristur hefði ekki aðeins sagt, heldur líka sýnt í lífi og dauða. Þetta er aðeins sumt af því, sem manni flýgur í hug í sam- bandi við þessi ummæli Þ.Þ. En eftir því sem þau eru meira hugsuð, verða þau eins og minna virði, — eins og sápukúla, sem hjaðnar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.