Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 10
104 KIRKJURITIÐ skeið. En ég uni því illa að þegja við því, þótt miklir menn eigi í hlut, að þeir læði þeirri skoðun inn hjá almenningi, að „þó að eitthvað gott kunni að liggja eftir kirkjuna, þá er það hafið yfir allar efasemdir, að hún hefir unnið meira skemmd- arverk á sálum manna en nokkur önnur stofnun í landinu“. Ég veit, að allt of margir eru fúsir að gleypa við þessu og geyma það ómelt í minni sínu og hampa þvi endalaust. Önnur eins orð úr penna annars eins rithöfundar í svo ágætu tímariti þjóðfrægra andans manna, — þau geta sannarlega unnið skemmdarverk. Þau eru eins og hvítmaurar, sem komast í tré. Ef þeir eru einir og andstöðulaust látnir um hituna, geta þeir sýkt allan skóginn. Þeir um það, sem vilja hann feigan. En mér og mínum líkum er varla láandi, þótt oss sé sárt um hann og teljum oss skylt að benda á hættuna. Og ef til vill sýnir þessi Helgafellsgrein líka einhverjum fleirum en mér, hve heilir vér erum íslendingar í baráttu vorri — flokkar og einstaklingar — í fleiri málum og á öðrum svið- um en í trúmálunum. Og getur það þá kanski orðið til góðs. Óhœfur dráttur. Það veldur æ meiri vonbrigðum og sárindum margra, hve sífellt dregst að hefjast handa sumum þeim til bjargar, sem eru hvað verst komnir og bágast eiga í þjóðfélaginu. Ég á hér við drykkjusjúklinga og „dætur götunnar“. Hér er þó um að ræða jafnmikið og eins brýnt björgunarstarf og slysavarn- irnar, sem allur almenningur hefir brennandi áhuga á, og gleði- legt er, hve færast sífellt mikið í aukana. Tilraunir, sem hafn- ar hafa verið af hálfu kirkjunnar til að veita útigangsfólkinu skýli, og rekstur Bláa bandsins á dvalarheimili fyrir drykkju- konur, munu væntanlega eflast á næstunni. Þörfin er enn ómótmælanleg og mjög aðkallandi. Það vantar aðeins nægi- legt fjármagn og örugga forustu til að koma málinu í höfn. Eins og flestu er nú fyrir komið, virðist eðlilegast að ríkið leggi til rekstrarféð, en samt aðeins gott um það að segja, ef einstaklingar vilja brjóta brautina. Það vakti aðdáun mína að heyra Gísla Sigurbjörnsson, forstjóra Elliheimilisins Grund- ar, segja nýlega frá því í Útvarpinu, að hann og aðrir forráða- menn Grundar væru reiðubúnir að hef ja rekstur munaðarleys-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.