Kirkjuritið - 01.03.1959, Síða 15
KIRKJURITIÐ
109
Og þér æskumenn, allir þér, sem af öllu hjarta viljið vera
Jesú Krists sannir lærisveinar, leyfið samtökin undir leið-
beiningu hinna eldri trúaðra manna. í slíkum samtökum
byggðum á slíkum grundvelli liggur kraftur, lífsmagn heillar
kynslóðar, kraftur, sem Guð getur notað í þjónustu ríkis síns.
Jóhannes postuli hefir sagt um æskumennina, að þeir væru
sterkir og hafi sigrað hinn vonda (I. Jóh. 2.14). Þér hafið
kraftana með Guðs hjálp, beitið þeim svo í þjónustu hins góða
sem frumherjar á móti hinum vonda og tálsnörum hans.“
Þetta var sagt og ritað fyrir 64 árum. Fr. Fr. kom hingað
heim 1897, og hóf þegar starf meðal drengjanna. Að loknu
fyrsta undirbúningsstarfinu var K.F.U.M. stofnað og nokkru
síðar K.F.U.K.
Man ég fyrstu samkomurnar, sem haldnar voru í Framfara-
félagshúsinu við Vesturgötu, um nokkurt skeið uppi á lofti í
Hegningarhúsinu, og síðar í Melstedshúsi.
Fyrir rúmum 50 árum hófst starfið í húsi félaganna við
Amtmannsstíg, og K.F.U.M.-félög hafa einnig starfað og starfa
enn í fjölmennustu kaupstöðum landsins. Starfið er margþætt
1 mörgum deildum. Alla daga starfað í húsi félagsins, og hér
1 bæ eru starfandi útibú í sambandi við félögin við Amtmanns-
stíg.
Hve margir hafa komið í K.F.U.M. á liðnum 60 árum? Hve
margir drengir hafa verið í sumardvöl í Vatnaskógi? Hve
margar stúlkur hafa dvalið á sumrum í Vindáshlíð? Æskan á
aðgang að yndislegum stöðum. Þar eru fagrar byggingar, og
þar eru kirkjur. Snotur kirkja í Vatnaskógi, og kirkjan, sem
aður var i Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, er nú í fögru rjóðri
í Vindáshlíð.
Eg hefi átt því láni að fagna að vera meðlimur K.F.U.M. í
ár. Samverustundirnar og samstarfsstundirnar hafa veitt
mer ómetanlegan stuðning í prestsstarfi mínu. í því samfélagi
hefi ég eignazt þá blessun, sem mér var nauðsynleg og ómiss-
andi.
K.F.U.M. hefir til þessa dags starfað í anda þeirra orða,
Sem Fr. Fr. stúdent sendi Kirkjublaðinu. Játningin er hin sama.
Hvatningin hin sama, af því að grundvöllurinn er hinn sami.
Séra Friðrik lýsti þessu á 60 ára afmælinu. Það var hátíð-
legt og gleðilegt, að stofnandinn skyldi sjálfur halda þakkar-