Kirkjuritið - 01.03.1959, Qupperneq 17

Kirkjuritið - 01.03.1959, Qupperneq 17
KIRKJURITIÐ 111 með fögnuði á móti þessu hvetjandi orði: „Vakið, standið stöð- ugir í trúnni, verið karlmannlegir, verið styrkir. Allt hjá yður sé í kærleika gjört.“ Ef æskan hlýðir þessu orði, mun áreiðanlega birta yfir ís- landi. Bj. J. Kirkjuráðsfundir hafa verið haldnir 22. og 29. október, 6. nóv. og 19.—21. janúar. Biskup er sjálfkjörinn forseti Kirkjuráðs, en hinir 4 í því eru nú kosnir af Kirkjuþingi. Þeir eru: Gísli Sveinsson, varaforseti ráðsins, séra Jón Þorvarðsson, séra Þorgrímur Sigurðsson og Þórarinn Þórarinsson skólastjóri. Kirkjuráðið féllst einróma á meðmæli Kirkjuþings með frum- varpi á Alþingi um breytingu á biskupskosningarlögunum í þá átt að hækka embættisaldur biskups upp í 75 ár, er % hlutar Presta eða fleiri æsktu þess. Samþykkt var að leita álits safnaðarfunda og héraðsfunda á því, hvort hækka skuli kirkjugjald lítið eitt og gangi hækk- unin til myndunar starfssjóðs Þjóðkirkjunnar. Ákveðið var að fara þess á leit við fræðslumálastjórnina, nð kennsla í kristnum fræðum verði ekki minni en tvær stund- ir á viku í 1. og 2. bekk gagnfræðastigsins. Kirkjuráðið tók til athugunar fjárlagafrumvarp það, sem fyrir Alþingi liggur, varðandi fjárveitingar til kirkjumála. Lagði ráðið áherzlu á það, að framlag til Kirkjubyggingarsjóðs hækkaði upp í 1000000 kr., til byggingar á prestssetrum upp í 2500000 kr. og til útihúsa á prestssetrum í 88000 kr. Á síðasta fundi Kirkjuráðs var staddur húsameistari ríkis- ins. Var þar samþykkt að æskja þess við kirkjumálastjórnina, að samkeppni fari fram um uppdrætti smærri kirkna bæði utan °S innan, ennfremur að fjölgað verði starfsmönnum í skrif- stofu húsameistara, svo að þar megi vinna meir að kirkju- ieikningum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.