Kirkjuritið - 01.03.1959, Síða 18

Kirkjuritið - 01.03.1959, Síða 18
Samstarf með kirkjum Norðurálfunnar. Á kirkjuþingi því, er haldið var að Nyborg Strand 6.—9. janúar síðastl., var 3 manna nefnd falið að greiða fyrir sam- starfi kirkna Norðurálfunnar. Skipa þessir menn nefndina: Hanns Lilje biskup í Hannover, fyrrum forseti Lútherska heims-sambandsins, dr. Egbart Emmen í Hollandi og Jaan Kii- vit erkibiskup á Eistlandi. Jafnframt var skipuð þeim til að- stoðar 11 manna nefnd, sinn maðurinn frá hverju landi, Tékkó- slóvakíu, Póllandi, Ungverjalandi, Rússlandi, Frakklandi, Vest- ur-Þýzkalandi, Austur-Þýzkalandi, höfuðbiskupsdæmi Mikla- garðs og Danmörku. Er fulltrúi Danmerkur, Fuglsang-Dam- gaard Sjálandsbiskup, jafnframt fulltrúi hinna Norðurlandanna. Á kirkjuþingi þessu voru meir en 100 fulltrúar frá kirkj- um í 21 landi Norðurálfunnar. Og meðal þeirra voru kirkjur, sem ekki eru í Alkirkjuráðinu. Ein af þeim var Orþodoxa kirkj- an í Sovétríkjunum, og er þetta fyrsta sinni, sem hún á opin- beran fulltrúa á slíku kirkjuþingi. En það sæti skipaði yfir- maður guðfræðiháskólans í Leningrad, Parisaki prófessor. Full- trúar kirknanna í Búlgaríu og Rúmeníu gátu ekki komizt leið- ar sinnar fyrir kirkjuþingið. Og einum fulltrúa frá Austur- Þýzkalandi, forseta Sambands evangelisku kirknanna, var synj- að um brottfararleyfi. Á síðasta degi þingsins var ákveðið að útbýta ýmsum nefnda- skýrslum þess til kirkna Norðurálfunnar til nánari athugunar. Ein þessara skýrslna lýtur að sameiginlegri arfleifð og ábyrgð kristni Norðurálfunnar, og er þar kannazt við það, að kristni Norðurálfunnar hafi gerzt sek og boðskapur hennar brugðizt bæði í Norðurálfunni og utan hennar. Er þess vænzt, að starfs- aðferðir kirkjunnar miðist betur við breyttar þjóðfélagsaðstæð- ur og að reynt verði sameiginlega í kristnum kærleiksanda að vinna að sátt og friði á atómöldinni. Andstaðan mikla milli austurs og vesturs eigi að verða kirkjum Norðurálfunnar hvöt til þess að hlusta hver á aðra, ræðast við, vinna saman og biðja

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.