Kirkjuritið - 01.03.1959, Page 34

Kirkjuritið - 01.03.1959, Page 34
128 KIRKJURITIÐ aftur í kennslu til föður síns og varð stúdent úr heimaskóla frá Geir biskupi Vídalín 1807. Vígðist 1811 aðstoðarprestur séra Þórðar Jónssonar á Völlum. Fékk Reynistaðarprestakall 1815, fluttist þangað og bjó á Hafsteinsstöðum. Fékk Nes 11. apríl 1827. Var þar til 1831, er hann sagði af sér prestsskap vegna báginda, og komst hálfvegis á hrakning. Varð svo með samþykki biskups aðstoðarprestur föður síns 1834. Bjó þá á Grund í Vesturhópi og var þar til æviloka. Steingrímur biskup telur hann mikinn gáfumann og góðan kennimann, en hvikulan í ráði, enda þótti hann ofmjög drykkfelldur og kvenhollur. Segir D. N., að hann hafi þjónað Nesi með litlum orðstír. Fyrri kona séra Ingjalds var Helga Þórarinsdóttir prests í Múla, Jónssonar, og áttu þau tvö börn, er upp komust: Þor- björgu og Þórarin. — Síðari konan hét og Helga. Ókunnugt er um hana, og áttu þau ekki börn, er upp komust. Launsonur séra Ingjalds frá árunum á Hafsteinsstöðum er almennt talinn séra Jakob Guðmundsson á Sauðafelli, merkur maður. Meybarn fæddi vinnukona hér í Nesi á árum séra Ingj- alds, er skírt var Jóhanna og eignað í bráðina vinnumanni hér. En síðar á árum var þessi stúlka nefnd og rituð Ingjaldsdóttir. Hún giftist og fór til Ameríku með manni sínum, dáin á Gimli 1907. 20. Jón Ingjaldsson, f. 7. júní 1800, d. 12. okt. 1876 (1832 —1847). Foreldrar: Ingjaldur Þorkelsson bóndi í Þerney á Kollafirði og kona hans Steinunn Jónsdóttir prests að Mosfelli, Hannessonar. Hann ólst upp frá 11 ára aldri hjá móðurbróður sínum, séra Arnóri Jónssyni að Hesti og Vatnsfirði, nam hjá honum skólalærdóm og varð stúdent úr heimaskóla 1820 frá Geir biskupi Vídalín. Var síðan um hríð í Vatnsfirði, en 1 ár í Viðey. Vígðist aðstoðarprestur í Dýrafjarðarþingum 19. sept. 1824, en síðar aðstoðarprestur að Lundi í Borgarfirði 1826. Fékk Nes 1832, en Hofteig 1847. Komst þar í misklíð við sókn- arfólk sitt. Fékk þá Húsavík 1848 í skiptum við séra Þorgrím Arnórsson og hélt þann stað til æviloka. Þjónaði og Stað í Kinn 1865—1875. Hann var fróður maður um margt, og lagði einkum stund á íslenzka málfræði og sögu, en þótti nokkuð sérvitur. Ritaði hann margt, og mun það flest hafa komizt í Landsbókasafnið. Meðal þess, er hann ritaði, eru: Athugasemdir við orðabækur Konráðs

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.