Kirkjuritið - 01.03.1959, Side 37

Kirkjuritið - 01.03.1959, Side 37
„Nú legg ég augun aftur." Ein af fyrstu kvöldbænunum, er margir lærðu meðan þeir voru lítil börn, var versið ,,Nú legg ég augun aftur“. Alkunna er, að það, sem ungur nemur, gamall temur. Vers- ið á sæti í hjörtum okkar, og ófáir munu þeir vera enn í dag, sem hafa það yfir áður en þeir falla í svefn. I nýju sálmabókinni, frá 1945, er versið talið þýtt úr þýzku, af Sveinbirni Egilssyni. En nú tel ég annað réttara, og því skrifa ég þessar lín- ur. — Sveinbjörn hefur þýtt versið úr dönsku, og er höf- undur þess Peter Thun Foersom. Ég læt versið fylgja hér, eins og það kom frá hans hendi, svo að auðveldara sé um samanburð á þýðingu Svein- bjarnar: Nu lukker sig mit 0je, Gud Fader i det Hoje, i Varetægt mig tag! Fra Synd og Sorg og Fare din Engel mig bevare, som ledet har min Fod i Dag! Vera má, að verk Sveinbjarnar sé mitt á milli stælingar °g þýðingar. Hver var Peter Thun Foersom? Það eina, sem ver nafn hans gleymsku og mun lengi gera, er versið, sem hér hefir verið vitnað í, enda er það barnslega innilegt, kliðmjúkt og fullt af trúartrausti. Eitt- hvað orti Foersom fleira af sálmum en þetta kvöldvers, a. fallegan morgunsálm. En ekkert nema versið hefir bó fengið rúm í dönskum sálmabókum. Allur þorri sálma, í sálmabókum okkar sem annarra Þjóða, er ortur af andlegrar stéttar mönnum, en leikmenn eiga þar venjulega lítinn hlut. Og það mun alveg eins- óæmi, að leikari láti eftir sig sálm. En nú var Foersom leikari við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.