Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ 133 Hrifningu hans af kærustunni má marka af þessum setningum bréfsins: „Hún er að verða tvítug, er konung- leg leikkona og hefir áður verið dansmær. — Annars segir sig sjálft, að í mínum augum er hún forkunnar fögur. — Hún hefir stór, brún, fjörleg augu, dökkjarpt hár, fallegt enni, ljómandi tennur, kyssilegar varir, fallega arma og yndislegan, lítinn fót.“ En í hrifningu sinni hefir þó Foersom grunað, að móðir hans vildi vita eitthvað meira um tilvonandi tengdadóttur sína, og því bætir hann við: „Stúlkan mín er líka góð — og það sem er ennþá sjaldgæfara, og einkum af leikkonu að vera! Hún er myndarleg og iðjusöm." Unnusta Foersoms hét Johanne Catrina Ebbesen. Þau giftust skömmu síðar og voru hamingjusöm í hjónabandi. Og af frábærum skilningi tók hún þátt í kjörum hans, fátækt og vonbrigðum, sem hann fór ekki á mis við. Framadraumur Foersoms við Konunglega leikhúsið rætt- ust ekki að öllu leyti, sem ekki var heldur við að búast. Sést það af einu bréfi hans. En þar segir hann: „Ég vildi óska, að Kerúb með sveipanda sverði hefði gert mig aftur- reka, þegar ég hélt inn um þessar dyr.“ Oft hafði hann í huga að hverfa frá leikhúsinu og leita sér annarrar atvinnu. En hvað skyldi til bragðs taka? Nú átti hann fyrir allstórri fjölskyldu að sjá. — Hann þótti ekki stór karl við leikhúsið til að byrja með. En með ár- unum óx hann að áliti, og var loks trúað fyrir stórum hlutverkum. Kunnastur úr leikhúsheiminum er Foersom fyrir þýð- ingar sínar á Shakespeare og harða baráttu fyrir því, að leikrit hans yrðu sýnd á dönsku sviði. — Bar sú barátta hans nokkurn árangur, áður en hann dó, aðeins 39 ára gamall. Síðustu árin, sem hann lifði, mátti hann sigri hrósa. Hann var þá orðinn kunnur maður og naut mikillar hylli starfsfélaga sinna. Skáldið Jens Baggesen skrifaði einu sinni um Foersom á þessa leið: „Annars er Foersom mað-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.