Kirkjuritið - 01.03.1959, Page 45

Kirkjuritið - 01.03.1959, Page 45
KIRKJURITIÐ 139 ákveðinn til 1. júní, en danska prestafélagsstjórnin óskar þess að fá vitneskju um það um miðjan mai, hversu margir þá hafa ákveðið för sína. Þess vegna mælist stjórn Prestafélags íslands til þess, að íslenzkir prestar, sem hafa hug á að sækja fundinn, geri aðvart um það fyrir 1. maí, jafnvel þótt ekki sé fullkom- lega víst, að orðið geti af förinni. Mun þá prestafélagsstjórnin gera sitt til, að þeim verði gefinn lengri frestúr til ákvörðunar, og gisting verði tryggð, enda þótt komið sé fram yfir þann tíma, sem gert er ráð fyrir í tilkynningunni. Eru menn því beðnir að skrifa prestafélagsstjórninni sem fyrst. Hinir norrænu prestafundir eru haldnir þriðja hvert ár. Hinn síðasti var haldinn í Reykjavik árið 1956. Væri æskilegt, að ís- lenzkir prestar ættu sem flesta fulltrúa á fundinum í Árósum, til að varðveita sem bezt sambandið við starfsbræður sína á Norðurlöndum. F. h. stjórnar Prestafélags Islands, Jakob Jcmsson, formaður. Þér helga ég. Þér lielga ég, Kristur, minn hug og önd, niér hjálpar, mig styrkir þín IiróSurhönd. Mín bæn og minn söngur mig ber til ]>ín. Ó, blessa þú, Jesús, öll störfin mín. Minn konung, Jesús Kristur, ég kalla einan þig, því skærum dýrSarskrúSa þú skrýSir sckan mig. Og frjáls úr heimsins fjötrum ég faSma krossinn þinn. Þú breiSir faSminn bjarta, og blessar veginn minn. Ég helga þér sporin mín, hvar ég fer. Mín heitasta þrá er aS lifa þér. í húmskuggum dauSans þín bönd sé nær. Milt himneska ljós vertu, Jesús kær. Þýtt af séra Árelíusi Níelssyni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.